Fyrsti skóladagur
Gleðilegan fyrsta skóladag haustið 2020. 5.bekkur fékk spjaldtölvuna sína afhenta í dag og vakti það upp mikla gleði hjá þeim
Lesa meiraSkólasetning Salaskóla 2020
Nemendur eru boðaðir í skólann til að hitta umsjónarkennara og skólafélaga þennan dag. Nemendur mæta í anddyri skólans hópar eru lesnir upp og fara með kennara í umsjónarstofu. Gert er ráðfyrir að heimsóknin sé um það bil 30 mínútur. Foreldrar eiga ekki að koma í skólann nema vera boðaðir sérstaklega. 2. bekkur er […]
Lesa meiraSkóladagatal 2020-2021
Hér er skóladagatalið. Á því hafa orðið breytingar sem taka mið af samkomutakmörkunum. Þannig verður skólasetning einföld eins og áður hefur komið fram, foreldraviðalsdögum dreift á heilar vikur og því ekki sérstakir dagar. Skóladagatal 2020-2021
Lesa meiraSkólasetning 25. ágúst
Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur. 1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við […]
Lesa meiraSkóladagatal 2020-2021
Skóladagatal Salaskóla fyrir næsta skólaár hefur ekki verið endanlega samþykkt en eftirfarandi dagsetningar liggja þó fyrir: 25. ágúst, skólasetning fyrsti skóladagur 26. og 27. október vetrarleyfi 18. og 19. febrúar vetrarleyfi Um leið og skóladagatalið hefur verið samþykkt setjum við það á heimasíðuna.
Lesa meiraSumarfrí
Nú erum við starfsfólk Salaskóla komin í sumarfrí. Þökkum nemendum, foreldrum gott samtarf við oft erfiðar aðstæður í vetur og sérstaklega í vor. Veirufaraldur, verkföll, vatnsflóð og stundum veður settu strik í reikninginn, en saman unnum við okkur í gegnum þetta allt og lukum skólaárinu með sóma. Það verður talsverð starfsemi í skólahúsinu í […]
Lesa meiraÚtskrift 10.bekkjar
Glæsileg athöfn við útskrift 10.bekkjar. Við eigum eftir að sakna þessara krakka og óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.
Lesa meiraSkólaslit í dag
Í dag verður Salaskóla slitið eftir viðburðarríkan og furðulegan vetur. Nemendur í 1. – 9. bekk mættu í skólann kl. 8:00 í morgun og kl. 11:00 safnast allir saman og skólanum verður slitið. Útskriftarhátíð 10. bekkinga hefst svo kl. 12:30 og þá mæta þeir prúðbúnir og taka við vitnisburði sínum og kveðja skólann.
Lesa meiraÚtskrift og skólalok 10. bekkinga
Nú hefur verið slakað á samkomubanninu og það gerir okkur mögulegt að bjóða foreldrum 10. bekkinga að taka þátt í útskriftinni með okkur. Við höfum því ákveðið að útskriftin verði mánudaginn 8. júní í hádeginu kl. 12:30 – 13:30 hér í skólanum. Hverjum nemanda geta fylgt tveir fullorðnir en því miður getum við ekki […]
Lesa meiraSamrómur – Salaskóli í öðru sæti
Salaskóli var í öðru sæti í Lestrarkeppni grunnskólanna á síðunni samromur.is á meðal grunnskóla með fleiri en 450 nemendur. Í heildina lásu nemendur, kennarar og foreldrar 4 þúsund setningar. Keppnin var haldin til þess að safna upptökum af lestri barna og unglinga sem verða notaðar til þess að kenna tölvum og tækjum íslenska tungu. […]
Lesa meiraMeistaramót Salaskóla
Meistaramót Salaskóla í skák 2020 fer fram fimmtudaginn 21.maí (uppstigningardagur) í Stúkunni við Kópavogsvöll. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 8+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 17.30 og ætti að vera lokið um kl. 20.Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu einstaklinga í 1-4 bekk,5-7 bekk og 8-10 […]
Lesa meiraVerkfalli aflýst
Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst og venjulegt skólastarf hefst kl. 8:10 í dag skv. stundaskrá. Nemendur þurfa að mæta með morgunnesti áfram vegna sóttvarna.
Lesa meira