Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2016 – 2017

Innritun 6 ára barna (fædd 2010) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1.mars 2016 og stendur hún til 8.mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.    

Lesa meira

Foreldraviðtöl 21. janúar

Fimmtudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Opnað hefur verið fyrir skráningu á mentor og sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtölin. Dægradvölin opin allan daginn. Þar sem að stærstur hluti starfsfólks er í hlutastarfi eftir hádegi er mjög mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ef þeir ætla að nota dægradvölina þennan dag. Það þarf […]

Lesa meira

Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.  Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar – að loknu jólaleyfi. Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí.

Lesa meira

Erum að opna skólann

Fyrstu starfsmenn eru mættir í skólann og við opnum á venjulegum tíma. Úti er þó nokkurt rok og rigning og það þarf að fylgja yngstu nemendum í skólann. Líklega eru göngustígar blautir og þungir yfirferðar og í dag eru stígvélin besti skófatnaðurinn. Við gerum frekar ráð fyrir að allir verði inni í frímínútum. Almannavarnir […]

Lesa meira

Óveður í dag, 7. desember

Þegar líður á daginn í dag, 7. desember, er gert ráð fyrir afleitu veðri á höfuðborgarsvæðinu með ofsaroki og úrkomu og líklega bandbrjáluðum byl. Salaskóli biður foreldra að gera ráð fyrir að sækja börn sín í skólann fljótlega eftir hádegi og frekar fyrr en seinna. Það er líklegt að það verði umferðaröngþveiti þegar líður […]

Lesa meira

Óveður í aðsigi

Morgunhressustu starfsmenn Salaskóla eru mættir og eru að opna skólann. Veðrið er í lagi þessa stundina en það er að versna. Foreldrar verða að fylgja börnum sínum í skólann. Líklegt er að það verði ófærð og kannski illviðri enn þá þegar skóla lýkur og þá verður á sækja börnin, þau fara ekki gangandi heim […]

Lesa meira

Vont veður, verum slök

Ágætu nemendur og foreldrar í Salaskóla – vond veðurspá í fyrramálið og þið skulið því fylgjast vandlega með tilkynningum í útvarpi og fréttamiðlum strax í fyrramálið. Tilkynning um hvort það verður skóli eða ekki verður send út um kl. 7. Við í skólanum tökum enga ákvörðun um það heldur er það gert af slökkviliði […]

Lesa meira

Skólaþing nemenda í 5. – 10. bekk í gær

Í gær var skólaþing nemenda í Salaskóla haldið í annað skipti. Þá skiptu nemendur í 5. – 10. bekk sér í 50 hópa sem ræddu ýmis mál sem snúa að starfi og skipulagi Salaskóla. Nú var t.d. rætt um spjaldtölvuvæðinguna, einkunnarorð Salaskóla, matarsóun, Grænfánann og félagsmiðstöðina Fönix. Nemendur í 9. og 10. bekk voru hópstjórar […]

Lesa meira

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk

Niðurstöður samræmdu könnunarprófanna í 4. og 7. bekk voru að koma til okkar og krakkarnir koma með sínar niðurstöður heim í dag. Niðurstöðurnar eru ljómandi góðar og framfarir 7. bekkinga frá því í 4. bekk mjög miklar. Meðaltal 7. bekkjar er nú á landsmeðaltali en talsvert vantaði upp á það í 4. bekk. 4. […]

Lesa meira

Allir geta eitthvað, enginn getur allt – dagurinn 21. október

  Nú í október er vakin sérstök athygli á ADHD í þeim tilgangi að auka skilning í samfélaginu á þessum eiginleika sem svo margir fá í vöggugjöf. Næst komandi miðvikudag ætlum við að huga að þessu hér í Salaskóla og hafa dag þar sem við minnum okkur á að “allir geta eitthvað, enginn getur […]

Lesa meira

Skólakórinn – æfingar hefjast 20. október

Skólakór Salaskóla byrjar vetrarstarf sitt á morgun, þriðjudag. Kór fyrir 3. – 4. bekk verður frá 14:15 – 15:00 í stóru tónmenntastofunni og fyrir 5. – 6. bekk kl. 15:00 – 15:45. Allir áhugasamir krakkar, bæði strákar og stelpur, hvattir til að mæta. Kórstjóri er Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Æfingar verða svo á mánudögum og […]

Lesa meira

Kennsluáætlanir

Flestar kennsluáætlanir fyrir haustönn eru komnar á vefinn. Farið inn á skólanámskra og svo kennsla og námskrá og þá dettið þið inn á þetta.

Lesa meira