Vont veður aftur / bad weather again

English below Nú hefur Veðurstofa Íslands spáð fyrir um appelsínugula viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16:30 og 19:30. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. […]

Lesa meira

Fylgið börnum í skólann /

Það er mikið rok í Salahverfi nú í morgunsárið með rigningu. Sumsstaðar eru hálkublettir. Það þarf því að fylgja börnunum í skólann. Þetta á við um börn 12 ára og yngri, unglingarnir meta hvort þeir treysti sér til að ganga eða vilji far með foreldrum sínum. Þar sem þetta mun skapa mikið umferðaröngþveiti við […]

Lesa meira

Óveður – röskun / bad weather – disruption

Veðurhorfur í fyrramálið eru ótryggar. Fylgist vel með veðri áður en þið sendið börn ykkar í skólann. Skólinn verður væntanlega opnaður á tilsettum tíma en erfitt getur verið fyrir börn að fara leiðar sinnar í skólann. Við setjum líka upplýsingar á heimasíðu skólans og facebook. Vegna álags á símkerfi biðjum við ykkur um að […]

Lesa meira

Lúsían – myndband

Hér er glænýtt myndband frá Lúsíunni okkar í Salaskóla 13. desember sl. Mér þessu óskum við ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst skv. stundaskrá 4. janúar 2018. Lúsían 2017

Lesa meira

Áríðandi fundur fyrir foreldra í Salaskóla í dag

Að gefnu tilefni boða stjórn Foreldrafélags Salaskóla og skólastjórnendur til fundar í sal skólans þriðjudaginn 24. október kl. 17:30 – 18:30. Tilgangur fundarins er að upplýsa uppákomur sem orðið hafa við Hörðuvallaskóla á kvöldin, hópamyndanir m.a. með þátttöku barna úr Salaskóla. Einnig munum við ræða hvernig megi bregðast við eignaspjöllum og þjófnaði sem hefur […]

Lesa meira

Niðurstöður Skólapúlsins frá síðasta skólaári

Hér er komin skýrsla um niðurstöður Skólapúlsins fyrir skólaárið 2016-2017. Allir nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í Skólapúlsinum og hann gefur því býsna gott yfirlit yfir viðhorf nemenda til skólans. Smellið hér til að fá skýrsluna.

Lesa meira

Starfsfólk Salaskóla í námsferð til Brighton 4. – 8. október

Starfsfólk Salaskóla verður í námsferð í Brighton dagana 4. – 8. október. Það verður því engin kennsla frá hádegi miðvikudagsins 4. október og á fimmtudag og föstudag, 5. og 6. október. Dægradvölin er opin frá hádegi á miðvikudag og allan fimmtudaginn en hún er lokuð á föstudag.

Lesa meira

Óskum eftir starfsfólki í dægradvöl

Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl skólans. Dægradvölin er frístundaúrræði fyrir 6 – 9 ára krakka og starfstími hennar er frá kl. 13 – 17. Um 50% starf er að ræða en mögulega getum við boðið 100% starf ef einhver er á þeim buxunum. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf sem hentar t.d. ágætlega […]

Lesa meira

Staðan í dægradvölinni

Það lítur betur út með starfsmannamálin í dægradvöl og ef fer sem horfir þá eigum við að geta bætt við börnum um miðja næstu viku. Enn vantar þó eitthvað starfsfólk og etv. svara einhverjir auglýsingum helgarinnar. Hafið það gott um helgina.

Lesa meira

Okkur vantar fleira fólk

Það hefur reynst þrautinni þyngri að fá nægan mannskap til að vinna í skólanum og nú þegar örfáir dagar eru til skólabyrjunar hefur okkur tekist að fá alla umsjónarkennara en enn vantar fólk t.d. þroskaþjálfa, kennslu, starfsfólk í dægradvöl og svo vantar kokk í mötuneytið. Við höfum verið að vinna í þessum málum í […]

Lesa meira

Innkaup á ritföngum

Innkaup á ritföngum verða með þeim hætti að við sjáum um sameiginleg innkaup á ritföngum fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og verða ritföngin hér í skólanum og nota nemendur þau saman. Foreldrar greiða ákveðna upphæð sem er mismunandi eftir árgöngum. Við höfum leitað tilboða frá mörgum fyrirtækjum og erum að fara yfir […]

Lesa meira