10. bekkingar gáfu brunn og 5 þúsund vatnshreinsitöflur

Rétt fyrir jól unnu nemendur í 10. bekk í Salaskóla verkefni þar sem þeir bjuggu til allskyns áhugaverða hluti ýmiskonar afgöngum. Þeir seldu þá svo á opnu húsi og voru einnig með kaffisölu og ýmsa leiki sem þurfti að borga lítilsháttar fyrir að taka þátt í. Þau söfnuðu 60 þúsund krónum. Þau ákváðu svo að færa UNICEF þennan pening og komu fulltrúar þeirra í heimsókn til þeirra og tóku við framlaginu. Þeir sögðu þennan pening fara í einn brunn og 5 þúsund vatnshreinsitöflur. „Með vatnsdælu frá ykkur fær heilt samfélag aðgang að hreinu vatni. Börnum gefst meiri tími til skólagöngu, heimanáms- og þess að fá að vera börn og leika sér,“ sögðu fulltrúar UNICEF við þetta tækifæri. Það er aldeilis hægt að gera góða hluti með lítilli fyrirhöfn. Glæsilegt hjá 10. bekkingum hér í Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.