Forvarnaráætlun

Markmið forvarnarstefnu Salaskóla er að halda utan um allar forvarnir innan skólans með skipulögðum hætti. Innan skólans eru margir nemendur og er það hlutverk skólans að allir fái þá forvarnarfræðslu sem þarf áður en skólaskyldu lýkur. Með því að skipta forvörnum upp eftir bekkjum setur skólinn ákveðna ábyrgð á kennara sína. Kennarar vita þá nákvæmlega hvaða forvörnum þeir þurfa að sinna áður en nemendur þeirra klára tiltekið skólaár. Með þessu vill skólinn einnig koma góðu skipulagi á forvarnarstarf. Á öllum skólastigum eiga kennarar að taka fyrir einelti og uppeldi til ábyrgðar, en áherslur annarra forvarna breytast ár eftir ár.

Forvarnaráætlunin er lifandi plagg og verður uppfærð eftir því sem við á.

Forvarnaráætlun Salaskóla 2020-2025