Spjaldtölvuvæðing Salaskóla

Farið var af stað með spjaldtölvuverkefni Kópavogsbæjar haustið 2015. Verkefnið byrjaði með kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem varð að veruleika: að allir nemendur í grunnskólum Kópavogs myndu fá spjaldtölvur til að nota í skólanum. Saga spjaldtölvuvæðingarinnar er samt sem áður töluvert lengri hér í Salaskóla, en áður höfðu nokkrir kennarar hér unnið með þær í þrjú ár. Nú hefur öllum nemendum í 5. – 10. bekk verið afhentar spjaldtölvur og verkefnið heldur áfram að þróast.

Markmiðið með spjaldtölvuvæðingunni er að breyta kennsluháttum og bæta skólastarf í takt við nýja tíma. Spjaldtalvan er öflugt vinnu- og skipulagstæki og býður upp á fleiri möguleika á skilum á verkefnum, eins og á video-formi, ljósmyndaformi, útvarpsþáttum, kynningum og svo framvegis. Dæmin sýna að nemendur eru þar með meira skapandi í verkefnavinnu og fá fleiri nemendur tækifæri til að leyfa hæfileikum sínum að blómstra. Gallarnir eru hinsvegar þeir að sumir eyða of miklu tíma í tækinu og freistast til þess að fara í leiki, í stað þess að vinna. Verkefnið hefur gengið vel og hér fyrir neðan má sjá myndbönd um hvað starfsfólk, nemendur og foreldrar í Salaskóla, hafa að segja um verkefnið, bæði kosti og galla.

 

Hvað hefur starfsfólk skólans að segja um verkefnið ?

Rætt var við:

Huldu Björnsdóttur, deildarstjóra og jafnframt forsprakka spjaldtölvuverkefnsins hér í Salaskóla, en það var hún sem kom með þá hugmynd fyrir um það bil fimm árum að byrja nota spjaldtölvur í kennslu.

Kristínu Björk, kennsluráðgjafa spjaldtölvuverkefnisins. Í því felst að vera kennurum grunnskólum Kópavogs innan handar, halda námskeið og skipulegga og búa til verkefni.

Loga Guðmundsson, verkefnastjóra upplýsingatækni og kennara við Salaskóla. Logi er forfallinn tæknifíkill og hefur verið með frá upphafi við að þróa nýja kennsluhætti með spjaldtölvunum.

 

Hvað hafa nemendurnir að segja ?

Rætt var við nokkra nemendur úr 5.-10. bekk um kosti og galla þess að nota spjaldtölvurnar við námið.

 

Hvað hafa foreldrarnir að segja ?

Rætt var við foreldra nemanda í Salaskóla um verkefnið og hvernig, frá þeirra bæjardyrum séð, gengur hjá krökkunum að nota tölvurnar við námið.