Dagana 4. – 15. nóvember fór Bebras (e. Beaver) tölvuáskorunin fram um heim allan. Verkefnið felst í því að auka áhuga barna og ungmenna á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni á öllum skólastigum. Ský er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi sem fór fyrst …
Það var falleg stund og ljúf samvera þann 5. desember þegar árleg ljósa- og friðarganga foreldrafélags Salaskóla fór fram í fallegu vetrarveðri Samveran hófst á hljóðfæraleik frá Skólahljómsveit Kópavogs sem spilaði fyrir okkur fallega jólatóna. Þá var haldið af stað í gönguna með vasaljós, höfuðljós …
Þann 12. nóvember var haldið skólaskákmót í Smáraskóla og voru fulltrúar Salaskóla 4 nemendur úr 6. bekk, þeir Guðjón Veigar Rúnarsson, Hannes Krummi Guðlaugsson, Heiðar Már Eiðsson og Reynir Elí Kristinsson. Þeir stóðu sig frábærlega og lentu í 2. sæti en einungis munaði einum vinningi …
Þann 8. nóvember tóku allir nemendur skólans auk starfsfólks þátt í baráttudegi gegn einelti. Dagurinn er að öllu jöfnu haldinn þennan dag ár hvert. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti og hvetja til jákvæðra samskipta …
Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur …