Matartíminn

Reglur í matartíma

  1. Nemendur fara í röð þegar þeir koma í matsalinn og bíða rólegir eftir að röðin komi að þeim.
  2. Hver nemandi skammtar sér hæfilega miklum mat á sinn disk og passar að setja líka grænmeti af salatbarnum á diskinn. Þegar hann er búinn að skammta sér gengur hann rólega með matinn til sætis síns.
  3. Ef nemandi vill fá meira að borða fer hann aftur í röðina með diskinn sinn. Tveir skammtar er flestum nemendum nóg ef þeir hafa skammtað sér hæfilega.
  4. Matartíminn á að vera róleg stund. Þar eiga allir að tala með inniröddinni við þá sem sitja nálægt.
  5. Nemendur sýna góða borðsiði og ganga snyrtilega um matinn sinn. Þeir eiga að leggja sig fram við að gera matartímann að ánægjulegri stund.
  6. Nemendur ganga frá eftir sig, þurrka af borðinu og fara með diska, hnífapör og glös á vagninn.
  7. Ef nemandi finnur aðskotahlut í matnum sínum á hann að láta starfsmann vita strax sem kemur þeim boðum til kokksins. Kokkurinn kannar hvaðan sá aðskotahlutur kemur og gerir viðeigandi ráðstafanir ef rekja má hann til eldhússins. Ef hann kemur frá birgja á tafarlaust að hafa samband við hann og gera honum viðvart.
  8. Þegar nemendur eru búnir að borða þakka þeir starfsfólki eldhússins fyrir sig. Ef nemanda líkar ekki maturinn, segir hann t.d. „Þessi matur fellur ekki að mínum smekk“ í stað þess að tala um vondan mat.
  9. Nemandi sem hagar sér illa í matsal fær aðstoð hjá foreldrum sínum til að sýna góða borðsiði og fara eftir reglum.
  10. Ef einhver gleymir reglum eiga aðrir nemendur að hjálpa honum að muna eftir þeim.

Viðmið í matartíma


  1. Matartíminn á að vera góð stund þar sem nemendur og starfsmenn eftir atvikum matast saman.
  2. Starfsmenn sem matast með nemendum eiga að vera jákvæðir til matarins og vera góð fyrirmynd fyrir nemendur.
  3. Könnur með vatni eiga að vera á öllum borðum. Glös eru aðgengileg á nokkrum stöðum í matsalnum. Mjólk er einnig í boði á fiski- og súpudögum. Starfsmenn setja glös á borð ef hópur kemur á eftir þeim sem er að ljúka borðhaldi.
  4. Allir eiga að fá nóg að borða en passa þarf upp á að nemendur borði ekki óhóflega mikið.
  5. Yngri nemendur eru hvattir til að fá sér „æfingarbita“ og smakka á öllu, þótt svo að bitinn sé agnarlítill. Eftir það hafa þau frelsi til að velja það sem fellur best að þeirra smekk.
  6. Nemendur skulu sem allra mest skammta sér sjálfir, fyrst með leiðsögn kennara og síðan sjálfir. Þeim skal kennt að fá sér hæfilegt magn og fá sér síðan aftur ef þeir kjósa. Tveir skammtar á disk er flestum nemendum nóg ef þeir hafa skammtað sér hæfilega.
  7. Ef nemandi borðar ekki tiltekinn mat vegna ofnæmis eða óþols, lífsskoðana eða trúarbragða, getur foreldri látið kennara eða stjórnanda skólans vita og eldhúsið mun þá leggja nemandanum til mat sem því hentar.
  8. Ef einhver matur fellur nemanda ekki í geð, er leyst úr því með því að bjóða honum upp á annan valkost meðan á máltíð stendur eða á eftir til að enginn fari svangur frá borði. Annar valkostur getur verið t.d. salatbarinn.
  9. Allir nemendur æfa sig að hrósa matnum og þakka fyrir sig. Ef nemanda líkar ekki maturinn, segir hann t.d. „Þessi matur fellur ekki að mínum smekk“ í stað þess að tala um vondan mat.
  10. Nemendur bíða við borðið eftir að þeir eru búnir að borða þar til kennarinn gefur fyrirmæli um annað. Ef aðstæður leyfa, er gott að bjóða þeim að tínast smátt og smátt frá borðinu til að létta á en vera með þeim sem eru lengst að borða.
  11. Nemendur ganga frá mataráhöldum sínum á vagna. Starfsmenn eða nemendur fjarlægja síðan af borðum og þrífa í lokin.
  12. Ef nemandi finnur aðskotahlut í matnum sínum á hann að láta starfsmann vita strax sem kemur þeim boðum til kokksins. Kokkurinn kannar hvaðan sá aðskotahlutur kemur og gerir viðeigandi ráðstafanir ef rekja má hann til eldhússins. Ef hann kemur frá birgja á tafarlaust að hafa samband við hann og gera honum viðvart.