Námsráðgjöf

Helstu viðfangsefni námsráðgjafa:

– Persónuleg ráðgjöf
– Náms- og starfsfræðsla.
– Námstækni og vinnubrögð í námi.
– Nemendaverndarráð
– Eineltisteymi
– Prófkvíði
– Áhugasviðskannanir
– Námsframboð og val á framhaldsskóla

Hlutverk námsráðgjafa

– Námsráðgjafi Salaskóla er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu nema
með þeim fyrirvara sem velferð skjólstæðings og lög krefjast.
– Starf námsráðgjafa grundvallast á því að skapa hverjum nemanda sem bestar aðstæður í skólanum.
– Námsráðgjafi stuðlar að auknum skilningi nemanda á eigin stöðu og möguleikum í námi og til sjálfsábyrgðar.
– Hann vinnur einnig að því að auka félagsþroska og samstarfshæfni og samskiptahæfni nemenda.
– Námsráðgjafi safnar og miðlar upplýsingum um nám og skólavist og aðstoðar einnig nemendur
við val á framhaldsskóla.
– Námsráðgjafi er hluti af stoðkerfi skólans og vinnur í nánu samstarfi við kennara,
sérkennara, hjúkrunarfræðinga, skólasálfræðing og skólastjórnendur og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á.
– Námsráðgjafi er ráðgefandi aðili fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra við að finna lausn ýmissa vandamála sem upp geta komið.
– Námsráðgjafi veitir bæði persónulega ráðgjöf og hópráðgjöf.

Námsráðgjafi Salaskóla er Elísa Þorsteinsdóttir

Sími: 5704600

Netfang: elisa@salaskoli.is

Viðtalstímar eru alla daga eftir samkomulagi fyrir bæði nemendur og forráðamenn.
Skrifstofa námsráðgjafar er á 2. hæð. Talið við ritara.
Til að tryggja sér viðtalstíma er best að hafa samband hvort heldur sem er gegnum síma eða með tölvupósti.

MINNISPUNKTAR

Allir nemendur eiga kost á því að leita til námsráðgjafa og foreldrar geta haft samband vegna mála sem tengjast námi barna þeirra.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að leita sér upplýsinga, stuðnings og aðstoðar.
Allir eru góðir i einhverju.
Enginn getur allt!

Um framhaldsskóla

Innritun í framhaldsskóla  (www.menntagatt.is)

Um nám og störf

Upplýsingar um nám og störf (www.naestaskref.is)

Upplýsingar um iðnnám (www.namogstorf.is)

Upplýsingar um iðnnám (www.nemahvad.is )

Upplýsingar um iðnnám (www.idan.is)

Upplýsingar um nám erlendis (www.farabara.is)

Áhugasviðskönnun (www.bendill.is)