Morgunkaffi

Foreldrar allra barna í Salaskóla eru boðaðir í morgunkaffi í skólanum fyrir áramót. Morgunfundir þessir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9:00. Á hverjum fundi eru foreldrar barna í einum árgangi. Fundirnir eru haldnir í sal skólans og er foreldrum boðið upp á kaffi.

Það eru skólastjórnendur sem boða til fundarins. Skólastjóri byrjar fundinn og ræðir um málefni tengd skólanum og svo er orðið gefið laust. Eftir um hálfa klukkustund er farið í stutta skoðunarferð um skólann og endað hjá viðkomandi bekk.

Á hverjum fundi eru foreldrar beðnir um að skrifa á matsblað tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í skólastarfinu og tvö atriði sem þeir telja að gætu farið betur. Þetta er svo notað við mat á starfi skólans.

Foreldrar mæta vel á þessa fundi og hafa lýst ánægju sinni með þá og þetta er ómissandi þáttur í skólastarfinu.