Skólareglur

Samskipti

Samskipti í skólanum skulu grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi.  Nemendur eiga að hlýða starfsfólki skólans.

Ástundun

Nemendur skulu sinna vinnu sinni og starfi í skólanum af kostgæfni og leggja sig fram um að gera eins vel og þeir geta.  Þeir skulu sýna umburðarlyndi og leggja sig fram við að skapa góðan vinnuanda.

Stundvísi

Nemendur og starfsfólk skólans á að mæta stundvíslega í skólann.  Forföll skal tilkynna svo fljótt sem auðið er.

Leyfi

Leyfi allt að einum degi veitir umsjónarkennari en lengra leyfi skulu forráðamenn sækja um skriflega til skólastjórnenda á þar til gerðu eyðublaði sem fæst á skrifstofu skólans.

Umgengni

Ganga skal vel um jafnt innan dyra sem utan og fara vel með allar eigur skólans.

Útivist

Nemendur fara út í útivist.  Ef nemandi þarf af einhverjum ástæðum að vera inni geta foreldrar óskað eftir því og þurfa þá að senda skriflega beiðni um það til umsjónarkennara.

Nemendur eiga að vera á skólalóðinni í útivist og mega ekki yfirgefa hana nema að fengnu leyfi umsjónarkennara.  Hætta skal leikjum um leið og skólabjallan hringir og fara í röð við anddyri.  Samskipti nemenda í útvist skulu einkennast af félagsanda, tillitssemi og virðingu fyrir skólafélögum og starfsfólki skólans.

Nesti

Nemendur skulu koma með hollt og gott nesti í skólann.  Þeir drekka vatn eða mjólk í skólanum.  Heimilt er að neyta annarra svaladrykkja á skólaskemmtunum.  Óheimilt er að neyta sælgætis á skólatíma.

Reiðhjól, hlaupahjól og línuskautar

Öll hjól þarf að geyma úti. Í skólanum þarf að ganga frá reiðhjólinu í hjólagrind. Hlaupahjól á að geyma á þar til gerðum bás á skólalóð. Ekki er tekin ábyrgð á hjólum í skólanum.  Hjól og línuskautar eru ekki leyfileg á skólalóð á skólatíma eða þegar dægradvöl er opin.

Farsímar o.fl.

Notkun farsíma, leikjatölva og annars sem truflar nám og kennslu er óheimil í kennslustundum nema kennari hafi heimilað notkun í kennslustundinni. Ef nemendi hlýðir ekki fyrirmælum kennara hvað varðar notkun á farsíma getur kennari tekið símann af honum og geymt hann þar til kennslustund lýkur.

Bekkjareglur

Kennurum er heimilt að setja sérstakar reglur í bekkjum sínum í samráði við nemendur enda falli þær innan ramma skólareglna.

Brot á reglum

  1. Ef  nemandi veldur verulegri truflun í kennslustund og lætur sér ekki segjast  við áminningu kennara er heimilt að víkja nemanda úr kennslustund.   Tryggja skal að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri eða sérfróður ráðgjafi í  skólanum taki við nemanda og ræði við hann um agabrotið.  Forráðamönnum skal ætíð gerð grein fyrir agabrotum barns síns svo og umsjónarkennara.  Einnig skal nemanda gefinn kostur á á því að tjá sig um málið.
  2. Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á reglum skólans skal  umsjónarkennari leita orsaka þess og reyna að ráða bót á.  Verði samt ekki breyting til batnaðar skal umsjónarkennari leita aðstoðar skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans.  Ávallt skal leitað eftir samvinnu við forráðamenn nemenda um úrlausn málsins.
  3. Ef nemandi gerist sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum og lætur ekki segjast við áminningu skólastjóra er heimilt að vísa nemanda tímabundið  úr skóla meðan leitað er úrlausna í máli hans.  Ávallt skal leitað eftir samvinnu við forráðamenn nemenda um málið.

Punktakerfi í 8., 9. og 10. bekk

Markmiðið með punktakerfinu er að bæta hegðun og skólasókn og veita nemendum gott aðhald.

Mætingar, ástundun og hegðun

Nemandi byrjar með 10 í einkunn. Ef hann fær punkta, þá lækkar sú einkunn. Fjórir punktar lækka um einn heilan.

Punktar:

Of seint 1 punktur
Óheimil fjarvist úr kennslustund 2 punktar
Skilar ekki heimavinnu 1 punktur
Mætir ekki með námsgögn 1 punktur
Óvirk/ur í tímum 1 punktur
Fylgir ekki fyrirmælum 1 punktur
Truflar í tímum 1 punktur
Fer ekki eftir skóla-/ bekkjarreglum  1 punktur
Punktar sem gilda aðeins í íþróttahúsi:
Kemur ekki með íþróttaföt  1 punktur
Fylgir ekki reglum í íþróttahúsi  1 punktur
Punktar sem ekki teljast með í einkunn:
Kemur með miða í íþróttir/sund  1 punktur
Tækifæri til að hækka einkunn
Einkunnin kemur fram á vitnisburði nemenda í janúar og júní.
Nemandi getur sótt um að hækka einkunn sína einu sinni á önn.
Hann sækir um það til umsjónarkennara. Með því að vera
punktalaus í eina viku falla niður tveir punktar.

AÐGERÐIR:

  • Allir kennarar skrá í Mentor.
  • Umsjónarkennarar fylgjast með punktastöðu nemenda sinna og láta þá vita hver staðan er.
  • Nemendur og foreldrar bera ábyrgð á að fylgjast með punktastöðunni í Mentor.
  • Ekki er hægt að afskrifa punkta sem eru meira en viku gamlir (nema með samningi).