Fréttir

 • Skíðaferð frestað

  Skíðaferð frestað

  Það verður ekki farið í Bláfjöll í dag. Færi er ómögulegt. Sem sagt venjulegur skóladagur hjá unglingadeild í dag.  
 • Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk

  Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk

  Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í …
 • Innritun fyrir næsta skólaár

  Innritun fyrir næsta skólaár

  Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í …
 • Vitlaust veður í fyrramálið

  Vitlaust veður í fyrramálið

  Veðurstofan spáir vitlausu veðri í fyrramálið í Kópavogi og víðar. Veðrið verður að líkindum mjög slæmt þegar krakkar halda af stað i skólann og foreldrar í vinnu. Eins og endranær munum við opna skólann á réttum tíma foreldrar verða sjálfir að meta hvort og hvenær …
 • Notið hringtorgið við skólann

  Notið hringtorgið við skólann

  Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og …

Allar fréttir

Á næstunni í Salaskóla

25. mars, 2018
29. mars, 2018

4 days ago

Salaskóli

Litla hryllingsbúðin verður sýnd kl. 18 á miðvikudag og fimmtudag.

Það fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en nokkur sæti eru enn þá laus á báðar sýningar. Miðaverð 1 þús kr. Það verður að panta miða á hryllingsbud@gmail.com og setja í "subject" dagsetningu og fjölda miða.

Ekki missa af þessari einstöku og metnaðarfullu uppfærslu unglinganna í Salaskóla. Rétt er að taka fram að það bregður fyrir ljótum orðum þegar líður á sýninguna eins og nafnið gefur til kynna. Það verður fljótlega uppselt svo betra er að vera snar að panta.
... Sjá meiraSjá minna

Litla hryllingsbúðin verður sýnd kl. 18 á miðvikudag og fimmtudag. 

Það fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en nokkur sæti eru enn þá laus á báðar sýningar. Miðaverð 1 þús kr. Það verður að panta miða á hryllingsbud@gmail.com og setja í subject dagsetningu og fjölda miða. 

Ekki missa af þessari einstöku og metnaðarfullu uppfærslu unglinganna í Salaskóla. Rétt er að taka fram að það bregður fyrir ljótum orðum þegar líður á sýninguna eins og nafnið gefur til kynna. Það verður fljótlega uppselt svo betra er að vera snar að panta.

4 days ago

Salaskóli

Það verður ekki farið í Bláfjöll í dag. Færi er ómögulegt. Sem sagt venjulegur skóladagur hjá unglingadeild í dag. ... Sjá meiraSjá minna

6 days ago

Salaskóli

Í næstu viku er mikið um að vera í Salaskóla. Hið árlega og vinsæla páskabingó foreldrafélagsins og þriðjudag og tvær síðustu sýningarna á Litlu hryllingsbúðinni á miðvikudag og fimmtudag.

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn 20. mars
1.-3. bekkur kl. 17-18:15
4.-7. bekkur kl. 18:45-20
8.-10. bekkur kl. 20:30-21:45
Öllum er frjálst að mæta á öðrum tíma ef það hentar betur.
Bingóspjaldið kostar 500 kr. og greiða þarf með peningum þar sem það er ekki posi á svæðinu. Glæsilegir vinningar verða í boði og sér foreldrafélagið til þess að það verði nóg til af bingóspjöldum.
10. bekkur annast veitingasölu og verða með ýmislegt girnilegt í boði. Ath. að greiða þarf með pening í sjoppunni.
Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega til að kaupa bingóspjöld og góðgæti í sjoppunni þar sem það verður ekki tekið hlé í bingóunum.

Litla hryllingsbúðin verður sýnd kl. 18 á miðvikudag og fimmtudag. Það fer hver að verða síðastur að ná sér í miða en nokkur sæti eru enn þá laus á báðar sýningar. Miðaverð 1 þús kr. Það verður að panta miða á hryllingsbud@gmail.com og setja í "subject" dagsetningu og fjölda miða. Ekki missa af þessari einstöku og metnaðarfullu uppfærslu unglinganna í Salaskóla. Rétt er að taka fram að það bregður fyrir ljótum orðum þegar líður á sýninguna eins og nafnið gefur til kynna. Það verður fljótlega uppselt svo betra er að vera snar að panta.
... Sjá meiraSjá minna

1 week ago

Salaskóli

Foreldrar 9. bekkinga í Salaskóla hafa fengið svohljóðandi bréf frá skólastjóra vegna samræmdu prófanna. Sett hér til upplýsingar fyrir aðra.

Ágætu foreldrar 9. bekkinga
Fyrirlögn samræmdu könnunarprófanna í síðustu viku klúðruðust með eftirminnilegum hætti. Flestir nemendur komust ekki inn í prófin, sumir komust inn en kerfið lokaði ítrekað á þau og öfáir gátu lokið við próf. Svör sem þeir voru búnir að setja inn duttu út þegar kerfið lokaði. Þetta hafði slæm áhrif á krakkana, þau voru búin að undirbúa sig vel og þessi ósköp slógu þau eðlilega út af laginu. Stærðfræðiprófið, sem gekk skást af prófunum þremur, lokaðist líka hjá sumum nemendum og svör hurfu. Klúðrið daginn áður lagðist illa í þau öll, þau komu því kvíðin og stressuð til prófs í stærðfræði og það hefur hingað til ekki þótt gott veganesti í prófum.
Krakkarnir vörðu miklum tíma í að undirbúa sig undir samræmdu könnunarprófin. Sumir höfðu lagt sérlega mikið á sig, tekið aukatíma o.s.frv. Hér í skólanum var einnig mikill tími tekinn í þetta. Heil vika fór meira og minna lögð í undirbúning og fyrirlögn sem fór fyrir lítið. Próf af þessu tagi kosta skólann talsverða fjármuni, enda þarf skólinn að kalla til viðbótarmannskap svo allt gangi upp. Próf þessi kalla á mikið skipulag og röskun á skólastarfi hjá mörgum öðrum árgöngum.
Nú hafa menntamálayfirvöld ákveðið að gefa þeim nemendum í 9. bekk sem vilja kost á að reyna að endurtaka samræmdu könnunarprófin annað hvort í vor eða haust. Í fyrirmælum frá yfirvöldum þurfa allir sem ekki ætla að taka prófin að óska formlega eftir því við skólastjóra og verða þeir þá leystir undan því að taka prófin. Foreldrar verða að staðfesta ósk nemenda.
Þessi próf hafa hins vegar ekkert gildi og veita hvorki nemendum, kennurum né foreldrum leiðsögn af neinu tagi. Framhaldsskólar munu ekki horfa til þeirra við innritun þegar að því kemur og tók skólameistari Verslunarskólans af öll tvímæli um það í sjónvarpsfréttum í gær. Á vef menntamálaráðuneytisins kemur fram að gerðar verði breytingar á reglugerð, svo að niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum verði ekki notaðar við mat á umsóknum nemenda um framhaldsskólavist að loknu grunnskólanámi. Þau eru því fullkomlega gangslaus og ekki til neins að taka þau.
Við teljum tíma nemenda best varið í eðlilega skólavinnu og frábiðjum okkur frekari röskun á skólastarfi til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf. Það skiptir krakkana mestu máli að sinna námi sínu vel. Kennarar þeirra meta vinnu þeirra með fjölbreyttum verkefnum sem reyna á ýmis konar hæfni auk kannana og prófa. Matið er yfirgripsmikið og unnið af þekkingu á nemendum. Á því byggir vitnisburður þeirra úr grunnskólanum, eins og kom fram hjá skólameistara Verslunarskólans í gær, en ekki samræmdum könnunarprófum.
Með kveðju
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
... Sjá meiraSjá minna

 

Comment on Facebook

Rokk og ról!

Frábær póstur - sammála hverju orði! 👍🏻

+ View previous comments