Fréttir

 • Leyfi fyrir nemendur

  Leyfi fyrir nemendur

  Foreldrar sem þurfa leyfi fyrir börn sín í skemmri eða lengri tíma eru beðnir um að senda hana í tölvupósti til Ásdísar ritara, ritari@salaskoli.is
 • Aðalfundur foreldrafélagsins 4. september

  Aðalfundur foreldrafélagsins 4. september

  Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í sal Salaskóla þriðjudaginn 4. september kl. 1730 – 1830. Foreldrar hvattir til að mæta.
 • Foreldrar þurfa ekki að kaupa námsgögn

  Foreldrar þurfa ekki að kaupa námsgögn

  Þetta skólaár sér Kópavogsbær um að útvega nemendum grunnskólanna námsgögn án endurgjalds. Með námsgögnum er átt við ritföng og stílabækur. Gott er að foreldrar sjái til þess að nemendur í 5.-10.bekk eigi heyrnartól til notkunar með spjaldtölvunum sínum.
 • Skólasetning 23. ágúst

  Skólasetning 23. ágúst

  Salaskóli verður settur fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Nemendur eiga að mæta sem hér segir: Kl. 8:30 – 2. 3. og 4. bekkur Kl. 9:30 – 5. 6 og 7. bekkur Kl. 10:30 – 8. 9. og 10. bekkur Nemendur mæta í anddyri skólans og fara …
 • Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

  Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

  Útskrift 10.bekkinga verður miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Ef t.d. afi og amma vilja koma með eru þau velkomin.  Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur …

Allar fréttir

Á næstunni í Salaskóla

16. nóvember, 2018
19. nóvember, 2018

4 days ago

Salaskóli

Mánudaginn 19. nóvember er skipulagsdagur í Salaskóla og nemendur eiga frí. Þennan dag er dægradvölin líka með skipulagsdag og þar verður því engin starfsemi.

Fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. nóvember eru svo fjölgreindaleikarnir. Þá skiptum við öllum nemendum skólans í fjölmörg 12 manna lið sem taka þátt í ýmsum skemmtilegum keppnisgreinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Nánari upplýsingar um þetta síðar.
... Sjá meiraSjá minna

3 weeks ago

Salaskóli

Á degi Sameinuðu þjóðanna í gær komu nemendur í 10. bekk Salaskóla og 9. og 10. bekk Landakotsskóla saman í Salaskóla og unnu verkefni sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Frú Eliza Reid forsetafrú kom og hvatti krakkana til dáða og spjallaði við þá um málefni heimsins. Í lokin mætti svo Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og útnefndi fjóra skóla sem fyrstu UNESCO-skólana á Íslandi og afhenti þeim viðurkenningu þar um. Auk Salaskóla eru það Landakotsskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn. Þetta er spennandi verkefni sem við erum stolt af og ætlum að standa okkur vel í að sinna því.

Við hvetjum alla til að kynna sér heimsmarkmiðin hér www.un.is/heimsmarkmidin/

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar í gær.
... Sjá meiraSjá minna

Load more