Útikennsla

Í aðalnámskrá er litið svo á að útikennsla, það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera holl bæði fyrir líkama og sál. Útikennsla er sérstaklega nauðsynleg í náttúrufræðinámi þar sem úti í samfélagi, umhverfi og náttúru er sá raunveruleiki sem börnin eru að læra um og þurfa að þekkja, skilja og skynja. Það er því mikilvægt að skólar samþætti útikennslu í skólanámskrá sína með það m.a. að markmiði að kynna nemendunum nánasta umhverfi sitt og efla vitund þeirra og virðingu fyrir því.

Myndin er tekin í janúar 2011 af nemendum í valgreininni Eldað og tálgað.

 

Útikennslustofan í Smalaholt

5. nóvember, 2010 var sameiginleg útikennslustofa Salahverfis opnuð. Það eru skólarnir Fífusalir, Rjúpnahæð og Salaskóli sem hafa sérstaka aðstöðu þar og sjá um stofuna.

Stofan er neðarlega í Smalaholti út frá götunni Örvasölum. Hægt er að komast að stofunni frá Salaskóla um undirgöng undir Fífuhvammsveg og ganga stíg sem fer í gegnum golfvöllinn. Hún er merkt með rauðum hring inn á kortið.

Viðveru í útikennslustofunni þarf að panta. Aðgangur hefur verið sendur til þeirra sem hlut eiga að máli.

Hugmyndabanki fyrir útikennslu