UNESCO – skóli

Salaskóli er UNESCO-skóli og byggir því stefnu sína á hinum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Við einsetjum okkur að nemendur, starfsfólk og allt skólasamfélagið leggi sig fram við að gera það sem það er megnugt til að stuðla að sjálfbærni jarðar á öllum sviðum. Við hugsum vel um okkur sjálf, umhverfi okkar og hvert annað. Saman lærum við að vera góðar manneskjur, öðlast fjölbreytta þekkingu, koma góðum hlutum í framkvæmd og lifa saman í sátt og samlyndi.

Kópavogsbær hefur valið 34 undirmarkmið heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem grundvöll sinnar stefnu. Salaskóli horfir til þeirra í starfi sínu og námi nemenda.