Sundkennsla

Sundið er kennt á námskeiðum vegna þrengsla í sundlauginni og gert ráð fyrir að nemendur fái rúmlega 22-24 kennslustundir í sundi yfir veturinn. Töluverð röskun hefur orðið á sundkennslu vegna Covid 19 þannig að sundnámskeiðin verða styttri en áætlað var. Nú er gert ráð fyrir að hver nemandi fái um 16 – 20 kennslustundir en að sjálfsögðu geta sóttvarnarráðstafanir sett þá áætlun í uppnám.