Foreldrafélag Salaskóla

Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum sem allir eru foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Stjórnin fundar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef ástæða er til. Ef foreldrar/forráðamenn vilja koma málum á framfæri við stjórnina þá er hægt að hafa samband við stjórnina í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Stjórnarskipti eru á aðalfundi sem er haldinn að vori.  Í stjórn foreldrafélagsins eru:

  • Guðjón Leifsson, formaður og fulltrúi Salaskóla í Samkóp
  • Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri (runarsdottir.karen@gmail.com)
  • Þorbjörg Sævarsdóttir, ritari og röltfulltrúi
  • Kristinn Ingvason, meðstjórnandi
  • Sigþór Samúelsson, meðstjórnandi
  • Kristín Friðriksdóttir, varamaður

Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelagsalaskola@gmail.com