Nemendur fá veflykla í skólanum sem þeir nota við að sækja um framhaldsskóla, föstudaginn 8. mars. Elísa Þorsteinsdóttir námsráðgjafi Salaskóla er fús að ræða við bæði nemendur og foreldra og svara spurningum um nám á loknum grunnskóla. Netfangið er elisa@salaskoli.is
15. mars kl. 1030 fara nemendur með rútu frá Salaskóla í Laugardalshöll. Þar munu 33 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt. Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda verða á staðnum og svara fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði. Kennarar Salaskóla fara með nemendum. Nánari upplýsingar hafa verið sendar á nemendur og foreldar í tölvupósti.
Menntamálastofnun, upplýsingar og innritun
Kynningar og opin hús, dagsetningar
Kynning á námsframboði framhaldsskólanna, glærusýning