Ýmis verkefni styrkt af Sprotasjóði

Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er

Skólaárið 2014-2015 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er.“ Verkefnið snýst um að nemendur í unglingadeild geti komið með sín eigin snjalltæki og notað í námi sínu. Þá er átt við síma, spjaldtölvur og fartölvur. Logi Guðmundsson var verkefnisstjóri.

Nýtum það sem fyrir er og vinnum saman hvar sem er-lokaskýrsla

Rafrænn skóli – nútímaskóli

Skólaárið 2012 – 2013 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Rafrænn skóli – nútímaskóli“.

Rafrænn skóli – nútimaskóli-lokakskýrsla.

Þemavinna í 7. – 10. bekk

Skólaárið 2010 – 2011 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Þemavinna í 7. – 10. bekk“.

Þemavinna í 7. – 10. bekk – lokaskýrsla

Ritun og jafningjaráðgjöf

Salaskóli fékk styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Ritun og jafningjaráðgjöf“ fyrir skólaárið 2014-2015. Verkefnið felst í að kenna nemendum ritun með góðum stuðningi frá eldri nemendum. Verkefnisstjóri var Hrafnhildur Georgsdóttir. Skýrsla um verkefnið er væntanleg á vefinn.

Nýsköpun og frumkvöðlafræði 2017

Sett var upp heilt bæjarfélag, “Bærinn minn”, í hátíðarsal skólans og fengu nemendur í 6. og 7. bekk að sinna ákveðnum störfum í einn dag. 16 fyrirtæki voru starfandi í þessu bæjarfélagi með 33 mismunandi störfum. Skilrúmum/básum var komið fyrir þannig að hvert fyrirtæki hafði sér rými. Áður höfðu nemendur sótt um þau störf sem þeir óskuðu helst eftir. Vinna þurfti eftir ítarlegri starfslýsingu og ljúka ýmsum verkefnum, fara jafnvel til „læknis“, á kaffihús, “klippingu” eða á kjörstað, auk þess að vera almennur þátttakandi í samfélaginu þann dag. Nemendur höfðu peninga til umráða yfir daginn, gátu keypt sér vörur og þjónustu eins og bakkelsi í bakaríinu eða drykki í matvörubúð. Einnig þurfti að greiða skatt og nota þar með hluta peninganna í það. Þau störf eða fyrirtæki sem sett voru upp voru t.d. verslun, bakarí, kaffihús, banki, læknamiðstöð, skóli, hárgreiðslustofa, líkamsræktarstöð, bíó, flutningafyrirtæki, lögreglustöð, bæjarskrifstofa, grunnskóli, ljósmyndastofa, listagallerý og fleiri fyrirtæki. Í þessu verkefni vorum við í samstarfi við fjölda fyrirtækja sem veittu okkur aðstoða með ýmsum hætti og einnig lögðu foreldrar okkur lið. Stuðningur fyrirtækja fólst í að útvega okkur ýmsa muni í fyrirtækin og vörur og einnig hlupu þau undir bagga varðandi kostnað við að leigja búnað sem notaður var í að setja upp bæinn.

Skýrsla um verkefnið má nálgast hér: 

Skýrsla – Nýsköpun og frumkvöðlafræði 2017

Heimildamynd um verkefnið má sjá hér : 

https://www.youtube.com/watch?v=N51pmWXE_1w