Skólasetning – fyrsti skóladagur

Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir:    Klukkan 9:00     2., 3. og 4. bekkur Klukkan 10:00  5., 6. og 7. bekkur Klukkan 11:00  8., 9. og 10. bekkur Á skólasetningu er lesið upp í bekki, nemendur hitta umsjónarkennara sinn og bekkjarfélaga. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. […]

Lesa meira

Salaskóli í sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 6. ágúst. Ef þú ætlar að skrá nýjan nemenda í skólann þá getur þú gert það á vefnum eins og kemur fram hér neðar á síðunni. Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um nemenda sem fara úr Salaskóla í aðra skóla. Sendið upplýsingar um það á netfang […]

Lesa meira

Skráning nemanda í skólann

Ef þú ert að flytja í Salahverfi og / eða ætlar að skrá nýjan nemanda í skólann þá er mikilvægt að gera það strax. Þar sem skrifstofa skólans er lokuð til 6. ágúst er mikilvægt að fylla út eyðublað á þessum tengli http://goo.gl/forms/ywtk97HEbD  

Lesa meira

Spjaldtölvur afhentar kennurum skólans

 .        Í bítið í morgun fór fram afhending spjaldtölva af gerðinni ipad til allra kennara Salaskóla. Afar góð stemmning var á meðal kennara við afhendinguna og sannarlega skein áhuginn úr svip þeirra. Á næstu dögum verður boðið upp á námskeið fyrir kennara í notkun og meðhöndlun tækisins. Miklar vonir eru bundnar við að […]

Lesa meira

Salaskóla slitið í fjórtánda sinn

Salaskóla var slitið í fjórtánda sinn í dag en þá komu nemendur í 1. – 9. bekk í skólann til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng fáein lög undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara við undirleik nemenda og síðan gengu umsjónarkennarar til stofu með nemendur sína til að afhenda […]

Lesa meira

Útskrift 10.bekkinga

Þriðjudagskvöldið 9. júní verða 10. bekkingar í Salaskóla útskrifaðir við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 20:00. Nemendur flytja ávörp og tónlist og fá svo afhent útskriftarskírteini. Að lokinni athöfninni verður boðið upp á kaffi og sjá foreldrar um meðlætið. Allir mæta í sínum betri fötum og með foreldra sína með sér. Afi og amma […]

Lesa meira

Tímasetningar skólaslita

Skólaslit Salaskóla verða miðvikudaginn 10. júní. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir:    Klukkan 10 Sendlingar Starar Sandlóur Glókollar Sólskríkjur Langvíur Tildrur Flórgoðar Lómar Svölur Krummar Teistur Klukkan 10:30 Stelkar Maríuerlur Steindeplar Músarindlar Kríur Ritur Tjaldar Vepjur Himbrimar Súlur Fálkar Lundar

Lesa meira

Skólaslit miðvikudaginn 10. júní

Miðvikudaginn 10. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru […]

Lesa meira

Vorhátíð foreldrafélagsins laugardaginn 30. maí

Vorhátíð Foreldrafélags Salaskóla verður haldið n.k. laugardag, 30. maí. Hátíðin byrjar kl 11.30 og stendur til 14.00 Eftirfarandi verður í boði: Grillaðar pylsur og Svalar fyrir alla,  Hoppukastalar, Veltibílinn Helgi Ólafsson verður með fjöltefli fyrir alla sem vilja, Andlitsmálun BMX Brós mæta GKG  Andlitsmálun, …og hugsanlega eitthvað meira skemmtilegt. Allir velkomnir  Stjórinin  

Lesa meira

Tilnefningar til foreldraverðlauna

Auðbjörg Sigurðardóttir, forstöðukona dægradvalarinnar, fékk í síðustu viku tilnefningu sem dugnaðarforkur ársins hjá samtökunum Heimili og skóli. Hún á sannarlega innistæðu fyrir því. Hún hefur verið einstaklega hugmyndarík og dugleg við að þróa starfið í dægradvölinni og gera það bæði skemmtilegra og betra fyrir krakkana. Til hamingju Auðbjörg.  Salaskóli fékk svo tilnefningu til foreldraverðlauna […]

Lesa meira

Brunaæfing í dag

Brunabjalla skólans glumdi um  kl. 9. í morgun og allt benti til þess að væri eldur. En allir vissu að um brunaæfingu var að ræða sem nauðsynlegt er að hafa öðru hverju. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli með tilheyrandi nafnakalli. Æfingin gekk óvanalega […]

Lesa meira

Kosningaverkefni í 10. bekk – X Fantasí bar sigur úr býtum

Eitt verkefni í samfélagsfræði í 10. bekk gengur út á að nemendur skipta sér í hópa og mynda stjórnmálaflokka. Þeir eiga að bjóiða fram og áherslan er á hvernig er hægt að gera skólann að betri stað. Þeir búa til stefnuskrá, kosningamál og auglýsa sína stefnu með ýmsum hætti í skólanum. Svo er framboðsfundur […]

Lesa meira