Allir fóru út að skoða sólmyrkvann

Jafnt nemendur, kennarar sem starfsfólk fóru út að skoða sólmyrkvann í morgun eins og nærri má geta.. Margir voru stórhrifnir en nokkrir höfðu á orði að þetta væri nú ekkert merkilegt. Myndir frá skoðun sólmyrkvans í Salaskóla eru  hér.

Lesa meira

Hönd í hönd í kringum Salaskóla

Um klukkan 11 þennan morguninn fórum við, nemendur og starfsfólk skólans, út og tókumst í hendur og mynduðum keðju í kringum skólann. Þetta átti að vera táknrænt og við gerðum þetta vegna þess að við erum á móti kynþáttamisrétti. Við ætlum þannig að standa saman um margbreytileika í okkar samfélagi. Það er álit okkar […]

Lesa meira

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Lesa meira

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins komnar

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins voru að berast. Þær eru komnar á heimasíðuna undir skólinn – mat á skólastarfi. Og svo eru hún bara hér: Foreldrakönnun Skólapúlsins 2014-2015, Salaskóli

Lesa meira

Laugafarar

Laugafarar hafa flýtt brottför frá Laugum og leggja af stað kl. 9 á föstudagsmorgun. Sleppa því við vonda veðrið. 

Lesa meira

Upplestrarkeppninni frestað vegna veðurs

Upplestrarkeppninni sem átti að vera í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs í dag er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma

Lesa meira

Veðrið versnar

Veðrið er að versna og hvasst við skólann. Við sendum litlu krakkana ekki gangandi heim úr dægradvölinni og höldum þeim inni þar til þau verða sótt. Biðjum foreldra samt að vera rólega í vinnunni og rjúka ekki af stað út í vonda veðrið:-)

Lesa meira

9. bekkur á Laugum þessa viku

Nemendur í 9. bekk eru nú að stíga upp í rútu sem fer með þá í skólabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Þarf verða þau þessa viku. Unnið verður að ýmsum verkefnum og ekki kæmi á óvart að Laxdæla bæri eitthvað á góma.  

Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 13. mars

Næstkomandi föstudag, 13. mars, verður skipulagsdagur í Salaskóla. Daginn nota kennarar í að meta starfið undanfarna mánuði og leggja línurnar fyrir síðasta áfanga skólaársins. Þá verður einnig gengið frá umbótaáætlun vegna úttektar sem Menntamálaráðuneytið gerði á Salaskóla rétt fyrir jól. Það eru sem sagt ærin verkefni sem liggja fyrir sem ekki gefst tími til […]

Lesa meira

Meistaramót 2015 í skák

Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt  í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum […]

Lesa meira

Máltíðir í Salaskóla

Á skólaþingi nemenda 12. febrúar sl. var rætt um matartímana. Fram komu ýmsar góðar hugmyndir sem við höfum nú tekið saman og unnið úr þeim annars vegar viðmið fyrir matartímana og reglur um matartímana hins vegar. Nemendur eiga í raun allan heiður af þessu. Þetta er hægt að sjá hér: Reglur í matartíma Máltíðir í […]

Lesa meira

Innritun í Salaskóla fyrir næsta skólaár

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2009) fer fram í Salaskóla mánudaginn 2. og þriðjudaginn 3. mars. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2015 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 24. ágúst.  Innritunin fer fram á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 15:00 báða […]

Lesa meira