Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 5. ágúst. Þeir sem þurfa að koma skilaboðum til skólans s.s. vegna nýrra nemenda eða nemenda sem eru að flytja geta sent tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is

Lesa meira

Innkaupalistar Salaskóla?

Innkaupalistar grunnskólanna ber gjarnan á góma milli skólaslita og skólasetningar. Það grípur jafnvel um sig eitthvert innkaupalistaæði sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Foreldrar pressa á skólana og skömmu eftir skólaslit berast okkur fyrirspurnir um hvort listarnir séu ekki að koma á netið og svo þegar líður á sumarið fara verslanirnar að auglýsa. Foreldrar fara í búðir með listana og kaupa það sem á þeim stendur. Þessu fylgja veruleg útgjöld, 10 þús. kr. fyrir hvern lista og þeir sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að leggja fram tugi þúsunda. Það er til viðbótar öðru sem þarf fyrir skólabyrjun eins og ný föt, skólatösku o.s.frv.

Skólaslit miðvikudaginn 8. júní

Útskrift 10. bekkinga verður mánudagskvöldið 6. júní og hefst kl. 20:00Skólanum verður svo slitið miðvikudaginn 8. júní og eiga nemendur að mæta sem hér segir:  9:30     Hrossagaukar, spóar, starar, maríuerlur, sandlóur, sólskríkjur, kríur, ritur, vepjur, smyrlar, súlur og krummar.10:00     Lóur, sendlingar, stelkar, steindeplar, glókollar, músarrindlar, langvíur, tildrur, tjaldar, kjóar, svölur, fálkar.Nemendur mæta […]

Lesa meira

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta […]

Lesa meira

Salaskóli með 6 meistaratitla á Kópavogsmeistaramóti

1. bekkur.  Kópavogsmeistarar

Drengjaflokkur: Ólafur Fannar Pétursson Salaskóla

Stúlknaflokkur: Berglind Edda Birkisdóttir Salaskóla

Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217012.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821

Lesa meira

Innritun nýrra nemenda

Við erum að undirbúa næsta skólaár. Ef einhverjir eru að flytja úr hverfinu og börnin fara í annan skóla væri gott að vita það. Allar breytingar hafa áhrif á áætlanir okkar. Eins biðjum við þá sem eru að flytja í hverfið og ætla að innrita börn í Salaskóla að gera það strax. Hafið samband […]

Lesa meira

Vetrarleyfi á fimmtudag og föstudag

Minnum á að á fimmtudag og föstudag er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs og engin starfsemi í skólunum þá daga. Ekki kennsla og engin dægradvöl. 

Lesa meira

Sýningar á Konungi ljónanna – miðasala hafin

Nemendur í 6. - 10. bekk hafa í vetur verið að æfa söngleikinn Konung ljónanna og nú er æfingum að ljúka og sýningar að hefjast. Frumsýning verður miðvikudaginn 2. mars og önnur sýning fimmtudaginn 3. mars. Sýningum verður fjölgað ef eftirspurn verður mikil en salurinn okkar tekur ekki fleiri en 150 manns á hverja sýningu. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

5. – 7. bekkur fer á skíði í dag

Frábært veður og gott færi. Muna eftir hlýjum fötum og nesti. 

Lesa meira

Skíðaferð frestast til fimmtudags

Við vorum rétt í þessu að fá þær upplýsingar að það er afleitt færi og veður í Bláfjöllum. Við verðum því að fresta skíðaferðinni þar til á morgun. Það er því venjulegur skóli í dag í Salaskóla

Lesa meira

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2016 – 2017

Innritun 6 ára barna (fædd 2010) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1.mars 2016 og stendur hún til 8.mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.    

Lesa meira

Foreldraviðtöl 21. janúar

Fimmtudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Opnað hefur verið fyrir skráningu á mentor og sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtölin. Dægradvölin opin allan daginn. Þar sem að stærstur hluti starfsfólks er í hlutastarfi eftir hádegi er mjög mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ef þeir ætla að nota dægradvölina þennan dag. Það þarf […]

Lesa meira