Nokkrar mikilvægar upplýsingar frá okkur í Salaskóla.

Á morgun, miðvikudaginn 19. desember er árlegt körfuboltamót unglingadeildar og kennara. Öll íþróttakennsla niður í 1. – 7. bekk. Jólaball unglingadeildar er um kvöldið. Það er skyldumæting á það og að því loknu eru nemendur í 8. – 10. bekk komnir í jólafrí. Þeir eiga ekki að mæta á fimmtudag.

Á fimmtudag, 20. desember, eru jólaböll fyrir 1. – 7. bekk. Nemendur mæta til kennara sinna, 10 mínútum fyrir jólaballstímann, og fara þaðan fylktu liði í salinn þar sem dansað er kringum jólatréð. Hljómsveit skipuð nemendum úr 10. bekk leikur fyrir jóladansi. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

Kl. 9:00 – 1. bekkur hrossagaukar, 2. bekkur maríuerlur, 3. bekkur glókollar, 4. bekkur branduglur, 6. bekkur himbrimar (kennari Margrét) , 7. bekkur heiðagæsir

Kl. 10:00 – 1. bekkur lóur, 2. bekkur sólskríkjur, 3. bekkur músarrindlar, 4. bekkur snæuglur, 5. bekkur lundar, 6. bekkur lómar (kennari Ingibjörg), 7. bekkur margæsir

Kl. 11:00 – 1. bekkur spóar, 2. bekkur steindeplar, 3. bekkur þrestir, 4. bekkur eyruglur, 5. bekkur teistur, 6. bekkur súlur (kennari Sara Dögg), 7. bekkur snjógæsir

Nú kann að vera að einhverjir foreldrar viti ekki í hvaða hópi börn þeirra eru þá eru tvær leiðir til að komast að því. Í fyrsta lagi að spyrja barnið, því það veit mjög líklega hvað hópurinn sem það er í heitir. Í öðru lagi að senda fyrirspurn í tölvupósti á kennara.

Jólafrí hefst að loknu jólaballi og skóli hefst að nýju skv. stundaskrá 4. janúar 2019.

Birt í flokknum Fréttir.