Fjáröflun 10. bekkjar

Í dag eru foreldraviðtöl og í tilefni þess hafa 10.bekkingar stillt upp þessum fallega kökubasar. Hægt er að kaupa sér til að maula á staðnum og svo er líka hægt að kaupa heilar kökur. Gott væri að hafa reiðufé í vasanum til að borga fyrir. Salan er við aðalinngang og á miðrými uppi.     […]

Lesa meira

Okkur vantar kennara í forföll

Okkur bráðvantar kennara í forföll á yngsta stigi. Helst í fullt starf en minna kemur til greina. Hafið samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 4413200, netfang hafsteinn@salaskoli.is

Lesa meira

Foreldraviðtöl

Ágætu foreldrar Það eru foreldraviðtöl fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir skráningu, en hún fer fram á Mentor þar sem þið veljið ykkur tíma. Leiðbeiningar um bókun viðtala má finna hér    

Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við minnum á lestrarátak Ævars vísindamanns og hvetjum eindregið til þátttöku Hér eru upplýsingar um átakið,(tekið af: www.visindamadur.com ) Það má lesa hvaða bók sem er. Á hvaða tungumáli sem er. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með. Allir krakkar í 1. – 7. bekk mega taka þátt. Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið […]

Lesa meira

Siljan 2017

Við hvetjum unga upprennandi kvikmyndagerðarmenn til þess að taka þátt í Siljunni 2017 Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Nemendur geta unnið […]

Lesa meira

Jólaböllin 2016

Þriðjudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Þá mæta nemendur á jólaböll eins og hér segir: Kl. 9:00 – 9:50 – Glókollar, Þrestir, Hrossagaukar, Maríuerlur, Kríur, Flórgoðar, Tildrur Kl. 10:00 – 10:50 – Músarrindlar, Lóur, Lundar, Sandlóur, Langvíur, Himbrimar, Tjaldar Kl. 11:00 – 11:50 – Sólskríkjur, Spóar, Teistur, Steindeplar, Ritur, Lómar, Vepjur Nemendur […]

Lesa meira

Valgreinar á vorönn

Nú er komið að því að velja valgreinar vorannar. Allir nemendur eiga að fara inn á valsvæðið og velja þar það sem vekur mestan áhuga. Þar eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig á að velja. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi næsta sunnudag, 18. desember.

Lesa meira

Góð þátttaka nemenda og foreldra í námsfundum haustsins

Í morgun var námsfundur með foreldrum og nemendur 7. bekkja og var það jafnframt síðasti námsfundurinn á þessu hausti. Kennarar og stjórnendur eru þá búnir að funda með öllum árgöngum skólans. Fundarsókn var feykigóð og húsfyllir á öllum fundum. Að þessu sinni fórum við nýja leið því að nemendur sátu fundina með foreldrum sínum […]

Lesa meira

Skákstarfið í haust

Kraftmikið skákstarf hefur verið í Salaskóla í haust undir stjórn Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur. Æfingar hafa verið reglulega og í nóvember fóru fram fjölmörg innanskólamót þar sem nemendur úr öllum árgöngum leiddu saman hesta sína. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá mótunum.

Lesa meira

Skákmót skóla í Kópavogi

Föstudaginn 25. nóvember var skákmót liða úr 3. – 7. bekkjum í grunnskólum Kópavogs. Lið Salaskóla vann í 3. – 4. bekk og hreppti gullið. Keppendur Salaskóla voru Gunnar Erik, Kjartan, Brynjar Emil, Breki og Sigurður Kristófer. Í 5. – 7. bekk lenti lið Salaskóla í 7. – 10. sæti en lið Álfhólsskóla var […]

Lesa meira

Í dag / today

Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Ágætt ef foreldrar sem keyra […]

Lesa meira

Slæmt veður – pay close attention to weather forecasts

Veðurspá sýnir að börn gætu átt erfitt með að ganga í skólann að morgni dags, föstudagsins 11. nóvember, og er því sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra / forráðamenn að fylgjast með fréttum. EnglishThe weather forecast for the Reykjavík area tomorrow suggests that children may have difficulties travelling to school. Primary schools will stay open but […]

Lesa meira