6. og 7. bekkur fer á skíði í dag
Það er opið í Bláfjöllum í dag og það verður því skíðadagur hjá 6. og 7. bekkingum. Það blæs svolítið í fjöllunum en vindur er að ganga niður og búast má við fínu veðri þegar líður á morguninn. Það verður kalt og allir verða að vera vel klæddir og muna eftir nestinu. Rúturnar fara […]
Lesa meira7. bekkur í samstarfi við jafnaldra í Japan
Krakkarnir í 7. bekk eru með samstarfsverkefni við jafnaldra sína í japönsku skóla. Þetta er hluti af alþjóðlegu samstarfi Salaskóla sem UNESCO skóla. Þau hafa átt í ýmsum samskiptum, hist á „skype“- fundum og skipst á ýmsum upplýsingum. Þau gerðu svo þetta listaverk í samstarfi við japönsku krakkana. Japönsku krakkarnir máluðu einn helminginn og […]
Lesa meiraFullkomið hljóðver opnað í Salaskóla
Í Salaskóla erum við að taka í notkun glænýtt, fullkomið hljóðver. Þar verður hægt að taka upp tónlist, hlaðvörp og bara það sem okkur dettur í hug. Heiðurinn af þessu hljóðveri eiga nokkrir krakkar í 9. og 10. bekk sem settu fram vel mótaða hugmynd, studda af fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn […]
Lesa meiraVerðlaunaafhending fjölgreindaleika
Verðlaunaafhending fyrir fjölgreindaleika 2019. Einnig voru veitt verðlaun fyrir ólympíuhlaupið 2019, 4.bekkur hljóp mest og 10.bekkur þar á eftir. Kennarar þessa árganga tóku á móti viðurkenningunni. Þess má geta að skólinn hljóp samtals 2870 km, sem eru rúmlega 2 hringir í kringum landið. Myndirnar eru teknar af Daníel Woodard í 9.bekk.
Lesa meiraVALIÐ Í 9. OG 10. BEKK – LEIÐBEININGAR
Farið inn á þennan tengil og fylgið leiðbeiningum https://www.surveymonkey.com/r/QTX7NYG
Lesa meiraArnór Snær hreppti 2. sætið í ljóðakeppni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu
Þau Arnór Snær Hauksson og Bára Margrét Grímsdóttir nemendur í 5. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á ljóðakeppni grunnskóla nú á dögunun. Arnór Snær var í 2. sæti í keppninni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu fyrir sitt ljóð. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan góða og eftirtektarverða árangur. Þau fengu […]
Lesa meiraTilkynning til foreldra vegna þriðjudags 14. janúar
Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. English:A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age […]
Lesa meiraVegna veðurs í dag
Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins biðja foreldra að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag. Þetta á við um yngstu börnin. Hinir ganga bara heima. Frístundavagnar ganga. English Pick up the youngest children at the end of school or fristund / dægradvöl today. The others just walk home.
Lesa meiraMyndir frá fjölgreindaleikum 2019
Myndir frá fjölgreindaleikum eru loksins komnar inn, teknar af nemanda í skólanum, Daníel. http://salaskoli.is/myndir/gallery/fjolgreindaleikar-2019/
Lesa meiraKennsla skv. stundaskrá frá kl. 8:10
Erum að opna skólann. Full kennsla í dag en farið varlega í hálkunni
Lesa meiraGul viðvörun í dag – A yellow warning today
Það er gul viðvörun frá kl. 15 í dag á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan lýsir þessu svona: „Vestan hvassviðri, jafnvel stormur með snjókomu eða éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Hvassast verður í vesturhluta borgarinnar en mest ofankoma í efribyggðum.“ Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa sent tilkynningu um að foreldrar og forráðamenn […]
Lesa meiraGleðileg jól
Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum, foreldrum og landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla. Skólastarf hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020
Lesa meira