Salaskóli lokaður vegna verkfalla en 9. bekkur mætir í samræmd próf

Eins og kunnugt er eru skólaliðar sem sjá um þrif í skólanum í verkfalli og hafa verið síðan á hádegi í gær, mánudag. Nú er svo komið að þrif í skólanum eru ófullnægjandi og tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður kennslu í Salaskóla á morgun miðvikudag og þar til samningar nást.

Nemendur í 9. bekk munu eftir sem áður mæta og taka samræmd próf á morgun og fimmtudag. Dægradvöl er jafnframt lokuð.

Birt í flokknum Fréttir.