Neyðarstig hefur áhrif á starf Salaskóla

English below Nú hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna sýkinga af völdum COVID-19. Grunnskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi með ákveðnum takmörkunum og því hefur þetta áhrif á skólastarfið. Starfsfólk þarf að gæta að 1 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og ekki mega vera fleiri en 30 fullorðnir einstaklingar í sama rými. […]

Lesa meira

Almennt um starfið og skipulagsdag 2. október

Starfið gengur alveg prýðilega hér í Salaskóla. Nemendur stunda námið af krafti og nota frístundir í skólanum til að leika sér saman. Við höfum ekki orðið fyrir skakkaföllum í haust og fylgjum vel leiðbeiningum almannavarna í þeim efnum. Við megum að sjálfsögðu ekkert slaka á. Aðstæður geta breyst í einu vetfangi og við erum […]

Lesa meira

Mikilvæg skilaboð

Það hefur gengið prýðilega hér í Salaskóla í haust. Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda hér uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram á dag. Annað sem fylgir starfi skóla er margt sett til hliðar. Eins og fréttir bera með sér getur veiran verið ógn við skólastarf ef […]

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Föstudaginn 11.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla. Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig. Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að […]

Lesa meira

Fyrsti skóladagur

Gleðilegan fyrsta skóladag haustið 2020. 5.bekkur fékk spjaldtölvuna sína afhenta í dag og vakti það upp mikla gleði hjá þeim

Lesa meira

Skólasetning Salaskóla 2020

Nemendur eru boðaðir í skólann til að hitta umsjónarkennara og skólafélaga þennan dag. Nemendur mæta í anddyri skólans hópar eru lesnir upp og fara með kennara í umsjónarstofu. Gert er ráðfyrir að heimsóknin sé um það bil 30 mínútur.   Foreldrar eiga ekki að koma í skólann nema vera boðaðir sérstaklega. 2. bekkur er […]

Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Hér er skóladagatalið. Á því hafa orðið breytingar sem taka mið af samkomutakmörkunum. Þannig verður skólasetning einföld eins og áður hefur komið fram, foreldraviðalsdögum dreift á heilar vikur og því ekki sérstakir dagar. Skóladagatal 2020-2021 

Lesa meira

Skólasetning 25. ágúst

Nú er nýtt skólaár að hefjast og það eru örfá atriði sem við þurfum að hnykkja á við ykkur foreldrana. Þið fái svo ítarlegri upplýsingar þegar nær dregur. 1. Vegna takmörkunar á samkomum vegna farsóttar mega utanaðkomandi ekki koma inn í skólann nema í algjörum undantekningatilfellum og í samráði við skólastjórnendur. Þetta á við […]

Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal Salaskóla fyrir næsta skólaár hefur ekki verið endanlega samþykkt en eftirfarandi dagsetningar liggja þó fyrir: 25. ágúst, skólasetning fyrsti skóladagur 26. og 27. október vetrarleyfi 18. og 19. febrúar vetrarleyfi Um leið og skóladagatalið hefur verið samþykkt setjum við það á heimasíðuna.  

Lesa meira

Sumarfrí

Nú erum við starfsfólk Salaskóla komin í sumarfrí. Þökkum nemendum, foreldrum gott samtarf við oft erfiðar aðstæður í vetur og sérstaklega í vor. Veirufaraldur, verkföll, vatnsflóð og stundum veður settu strik í reikninginn, en saman unnum við okkur í gegnum þetta allt og lukum skólaárinu með sóma. Það verður talsverð starfsemi í skólahúsinu í […]

Lesa meira

Útskrift 10.bekkjar

Glæsileg athöfn við útskrift 10.bekkjar. Við eigum eftir að sakna þessara krakka og óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.

Lesa meira