Um nám og líðan nemenda

Í síðustu viku héldum við málþing með nemendum í 8. – 10. bekk. Viðfangsefnið var nám og líðan nemenda. Málþingin voru þrjú, eitt með hverjum árgangi. Að loknum inngangi unnu nemendur í hópum og ræddu málin og skiluðu svo niðurstöðum til skólastjórnenda. Nemendur lýstu ánægju með margt í starfi skólans og lögðum fram fjölmargar góðar tillögur um það sem þau gætu gert, það sem skólinn gæti gert og það sem foreldrar gætu gert. Verið er að vinna úr niðurstöðunum og við höldum svo áfram með þessa vinnu.

Á morgun setjast svo kennarar á rökstóla með Hermundi Sigmundssyni prófessor og ræða um nám og líðan. Hermundur hefur látið sig þessi mál varða á undanförnum misserum og það er fagnaðarefni að fá hann til skrafs og ráðagerða í skólanum.

Fleira er svo á döfinni tengt þessu og vænta má þess að þessi vinna skili sér inn í skólastarfið á næstunni.

Birt í flokknum Fréttir.