Nýr skólastjóri Salaskóla

Kristín Sigurðardóttir er nýr skólastjóri Salaskóla frá og með 1. apríl. tók Kristín við starfinu af Hafsteini Karlssyni sem hefur verið skólastjóri Salaskóla frá stofnun skólans haustið 2001. Við óskum honum alls hins besta og þökkum honum fyrir allt það frábæra starf sem hann hefur gert í þágu Salaskóla. Kristín er grunnskólakennari að mennt, […]

Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 24. mars. Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 25. sinn í Kópavogi en keppnin á 26 ára afmæli í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri […]

Lesa meira

Salaskóli leitar að kennurum fyrir næsta skólaár

Okkur vantar kennara á yngsta stig og unglingastig. Nánari upplýsingar eru á Alfreð, starfsauglýsingasíðu og þar á að sækja um. Sjá hér: https://alfred.is/laus-storf?q=salask%C3%B3li

Lesa meira

Innritun fyrir næsta skólaár

Innritun barna í Salaskóla fyrir næsta skólaár stendur nú yfir. Mikilvægt er að foreldrar barna sem koma ný í skólann gangi frá innritun sem fyrst. Þið farið inn á þjónustugátt bæjarins og gangið frá þessu þar. Ef það er eitthvað óljóst er ykkur velkomið að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 4413200 eða […]

Lesa meira

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs

Verðlaun og viðurkenningar í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs 2022 voru veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi fyrir stuttu.   Í öðru sæti var nemandi úr Salaskóla, Sóley June í 6.bekk fyrir ljóðið ,,Þegar maður leggst í mosa“ og sérstaka viðurkenningu hlaut annar nemandi úr skólanum, Dagur Andri í 5.bekk fyrir ljóðið ,,Vettlingur“   […]

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur downs-heilkennis

Á mánudaginn næsta þ.e. 21. mars er alþjóðlegur dagur downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03. Í Salaskóla höldum við sérstaklega upp […]

Lesa meira

Samrómur

Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, í Lestrarkeppni grunnskóla 2022 á dögunum. Alls lásu 703 keppendur (nemendur, starfsfólk og fjölskyldur) 107.075 setningar sem var virkilega vel gert. Þann 15. mars sl. fóru Steinunn María í 3.bekk  og Davíð Logi í 7.bekk ásamt Ásu kennara á Bessastaði að taka á móti verðlaununum sem voru […]

Lesa meira

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Árleg upplestrarkeppni 7. bekkja fór fram í skólanum í morgun. Níu krakkar lásu upp eins vel og þau gátu og freistuðu þess að hreppa hnossið sem er að verða fulltrúar Salaskóla í upplestrarkeppni Kópavogs. Skemmst er frá því að segja að þau höfðu greinilega öll æft sig afskaplega vel fyrir þessa keppni. Dómnefndinni var […]

Lesa meira

Öskudagur 1. – 7. bekkur

Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísi dagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn […]

Lesa meira

Þungur morgun

Þungt ástanda er í Salaskóla á þessum dásamlega mánudagsmorgni. Talsverð forföll eru í starfsmannahópnum vegna veikinda. Einnig hafa margir átt í erfiðleikum með að komast í skólann og á það bæði við um nemendur og starfsfólk. Við getum ekki haldið uppi allri kennslu vegna þessa. Við sjáum bara til hvernig þetta gengur þegar líður […]

Lesa meira

English and Polish below Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og […]

Lesa meira