Skólaslit föstudaginn 7. júní

Skólaslit Salaskóla verða föstudaginn 7. júní sem hér segir:   kl. 9:30: 1. bekkur 3. bekkur 5. bekkur 7. bekkur 9. bekkur   kl. 10:00: 2. bekkur 4. bekkur 6. bekkur 8. bekkur   Nemendur mæta í andyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.

Lesa meira

Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00

Útskrift 10.bekkinga í Salaskóla verður fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur og kennarar ávarpa og afhenda vitnisburð. Að útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans. Allir foreldrar […]

Lesa meira

Skákmeistarar Salaskóla 2019

Í morgun voru afhent verðlaun til þeirra sem bestum árangri náðu í skák í skólanum á þessu skólaári. Þeir voru þessir: Skákmeistari Salaskóla 2019: Gunnar Erik (6.árg.) Skákmeistarar aldursstiga: 8.-10. árg.: 1. sæti: Sindri Snær (10.árg.) Skákmeistari 8.-10. árg. 2. sæti: Samúel Týr (8.árg.) 3. sæti: Axel Óli (10. árg.) 5.-7. árg: 1. sæti: […]

Lesa meira

Skipulagsdagur 17. maí

Minnum á að það er skipulagsdagur í Salaskóla föstudaginn 17. maí nk., sem sagt eftir rúma viku. Enginn skóli fyrir nemendur en dægradvölin er opin.  

Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á heimasíðuna

Ef þið smellið á tengilinn skóladagatal á forsíðu heimasíðu Salaskóla getið þið komist inn á bæði skóladagatal núverandi skólaárs og þess næsta.

Lesa meira

Tveir nemendur Salaskóla á norrænni ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl

Miðvikudaginn 10. apríl verður haldin í Reykjavík norræn ungmennaráðstefna um sjálfbæran lífsstíl. Þar verður fjallað um ábyrga neyslu og er ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangurinn er að leiða saman ungt fólk, valdhafa og atvinnurekendur frá öllum norrænu löndunum og ræða lausnir sem leiða til ábyrgari lífsstíl. Allir […]

Lesa meira

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Vorskólinn er fyrir nemendur sem byrja í 1. bekk í haust. Skólastundin hefst stundvíslega kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. […]

Lesa meira

2. apríl – dagur einhverfunnar

2. apríl 2019 er dagur einhverfunnar. Vekjum athygli á http://blarapril.is. Minnum á mynd okkar í Salaskóla, „Allir geta eitthvað – enginn getur allt“ sem nemendur í Salaskóla gerðu vegna dags einhverfunnar fyrir nokkrum árum. Myndina má finna hér. 

Lesa meira

Páskabingó foreldrafélagsins 2. apríl

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn 2. apríl og verður eins og undanfarin ár þrískipt: 1.-3. bekkur kl. 17-18:15 4.-7. bekkur kl. 18:45-20 8.-10. bekkur kl. 20:30-21:45   Öllum er frjálst að mæta á þeim tíma sem hentar best og hvetjum við fjölskyldur til að koma saman og eiga skemmtilega stund. Bingóspjaldið kostar 500 […]

Lesa meira

Gunnar Erik er skákmeistari Salaskóla 2019

Meistaramót Salaskóla  í skák 2019 – Lokamót fór fram 27. mars. Úrslit hér að neðan. Fjöldi þátttakenda í mótinu öllu var samtals 172 nemendur, sem tefldu í 4 riðlum. Þrír í hverjum árgangi unnu sér svo rétt til að keppa í lokamótinu sem fram fór í morgun. Verðlaunaafhending fer fram á næstunni. Skákmeistari Salaskóla 2019 […]

Lesa meira

Lausar stöður í Salaskóla

Salaskóli leitar að nokkrum kennurum fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru danska, eðlisfræði, samfélagsfræði, tónlist og nýsköpun og tækni. Gott tækifæri fyrir áhugasama kennara sem hafa áhuga á skólaþróun og nýjungum í kennslu. Nánar á https://kopavogur.alfred.is/kopavogur?jobtype=1

Lesa meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag, 21. mars, er alþjóðlegi Downs-dagurinn. Dagsetningin 21. mars er valin vegna þess að það eru þrjú eintök af litningi 21. Þema dagsins er að þessu sinni „Enginn skilinn eftir“. Í Salaskóla höldum við upp á þennan dag og fögnum fjölbreytileikanum. Við erum stolt því að í okkar góða og litríka nemendahópi eru […]

Lesa meira