Skólasetning þriðjudaginn 24. ágúst 2021

Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs við okkur á nýju skólaári..

Það er eftirvænting og tilhlökkun í loftinu bæði hjá börnum og fullorðnum. Gott fyrir krakkana að hitta félagana og komast í rútínu.

Eins og ykkur er kunnugt er veiran enn í gangi og við þurfum að umgangast hana af varfærni. Hér í skólanum ætlum við að halda uppi eins eðlilegu starfi og mögulegt er og látum ekkert slá okkur út af laginu. Búið er að bólusetja allt starfsfólk skólans og í næstu viku er öllum nemendum í 7. – 10. bekk boðið í bólusetningu og hafa foreldrar þeirra fengið upplýsingar um það.

Eins og komið hefur fram í fréttum munu skólar fara afar varlega af stað næstu vikurnar. Við sótthreinsum og gætum persónulegra sóttvarna. Við verðum með hólfaskiptingar til að byrja með og reynum að hafa sem minnsta blöndun á milli hólfa. Skólinn verður lokaður fyrir öðrum en nemendum og starfsmönnum en engu að síður geta foreldrar komið á fundi sem við boðum. Við biðjum ykkur um að koma ekki inn í skólann nema þið hafið fengið um það boð.

Minnum ykkur á að ef börn ykkar eru veik eða með einhver einkenni sem mögulega er hægt að tengja veirunni, þá á að halda þeim heima og fara með þau í skimun. Það má enginn koma veikur í skólann.

Skólinn verður settur þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur koma og hitta kennara og skólafélaga og eru hér í 40 mínútur.

9 og 10. bekkur mætir kl 8:30
7. og 8. bekkur mætir kl. 9:00
5. og 6.. bekkur mætir kl 9:30
3. og 4. bekkur mætir kl 10:00
2. bekkur mætir kl. 10:30

Foreldrar geta því miður ekki komið með og börnin þurfa því að koma ein. Þau eiga að koma í aðalanddyri og þurfa ekki að fara úr skónum.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í viðtöl hjá kennara með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst.

Nýir nemendur í öðrum bekkjum en 1. bekk eru boðnir velkomnir í stutta heimsókn í skólann á mánudag, 23. ágúst, kl. 9:00. Mega koma með eitt foreldri með sér.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

 

Birt í flokknum Fréttir.