Samrómur

Lestrarkeppni grunnskólanna er nú formlega hafin. https://samromur.is/grunnskolakeppni2022

Okkur langar til þess að hvetja alla sem vettlingi geta valdið innan stórfjölskyldunnar um að lesa inn nokkrar setningar í nafni skólans til að koma okkur ofar á stigatöflunni. Það mega allir taka þátt eins oft og þeir vilja sama á hvaða aldri viðkomandi er.

Þið takið þátt með því að fara hér inn https://samromur.is/tala og fylgja fyrirmælunum.

Sigurvegari hvers flokks fær vegleg verðlaun frá Elko en hver sigurskóli mun fá Monoprice MP10 Mini þrívíddar prentara og eitt sett af Rasberry Pi 400 tölvu. Einnig verða veitt verðlaun til þriggja skóla sem skara fram úr, en vinna ekki sinn flokk, en hver þeirra mun fá tvö sett af Rasberry Pi 400 tölvum.

Koooooma svoooo- ÁFRAM ÍSLAND og ÁFRAM SALASKÓLI

Birt í flokknum Fréttir.