Lausar stöður í Salaskóla

Salaskóli leitar að nokkrum kennurum fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru danska, eðlisfræði, samfélagsfræði, tónlist og nýsköpun og tækni. Gott tækifæri fyrir áhugasama kennara sem hafa áhuga á skólaþróun og nýjungum í kennslu. Nánar á https://kopavogur.alfred.is/kopavogur?jobtype=1

Lesa meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag, 21. mars, er alþjóðlegi Downs-dagurinn. Dagsetningin 21. mars er valin vegna þess að það eru þrjú eintök af litningi 21. Þema dagsins er að þessu sinni „Enginn skilinn eftir“. Í Salaskóla höldum við upp á þennan dag og fögnum fjölbreytileikanum. Við erum stolt því að í okkar góða og litríka nemendahópi eru […]

Lesa meira

Vegna loftslagsverkfalla ungmenna

Síðastliðna fjóra föstudaga hafa ungmenni farið í verkfall á milli klukkan 12-13 til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og atvinnulífs í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum. Verkfallið er hluti af alþjóðlegri öldu barna, ungs fólks og námsmanna sem hafa farið í loftslagsverkföll síðustu mánuði, en síðastliðinn föstudag sóttu um 2.5 milljónir verkfallið í yfir 100 löndum um […]

Lesa meira

Skíðaferð unglingadeildar frestað

Það verður vont veður á mánudag í Bláfjöllum. Skíðaferð og skíðaval í unglingadeild frestað um óákveðinn tíma. Nemendur mæta í skóla skv. stundaskrá.

Lesa meira

Skíðaferð í 5. – 7. bekk í dag

Mjög gott veður í Bláfjöllum og 5. – 7. bekkur Salaskóla fer þangað í dag. Muna eftir nestinu og að klæða sig vel.

Lesa meira

Vantar íþróttakennara í forföll til páska

Vegna forfalla vantar okkur íþróttakennara í fullt starf til páska. Frábær aðstaða og góður vinnustaður. Nánari upplýsingar hjá Hafsteini skólastjóra eða Hrefnu Björk aðstoðarskólastjóra í síma 441 3200.

Lesa meira

Skíðaferð unglingadeildar 18. mars

Ef veður leyfir verður mánudagurinn 18. mars útivistar- og skíðadagur hjá 8. – 10. bekk. Við munum leggja af stað í Bláfjöll klukkan 9:15 og verður skíðað til klukkan 14:00 og lagt af stað heim klukkan 14:30. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða […]

Lesa meira

Skíðaferð 5. – 7. bekkja

Ef veður leyfir verður föstudagurinn 15. mars útivistar- og skíðadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað í Bláfjöll klukkan 9:15 og verður skíðað til klukkan 14:00 og lagt af stað heim klukkan 14:30. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða […]

Lesa meira

Við erum að leita að kennurum fyrir næsta skólaár

Við í Salaskóla viljum fá fleiri kennarar til liðs við okkur næsta skólaár. Okkur vantar góða kennara á miðstig og stærðfræðikennara á unglingastig. Upplýsingar gefa skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri í síma 441 3200 og netfang hafsteinn@salaskoli.is. Sækið um á vef Kópavogsbæjar, http://kopavogur.is, í síðasta lagi 24. mars.

Lesa meira

10. bekkingar gáfu brunn og 5 þúsund vatnshreinsitöflur

Rétt fyrir jól unnu nemendur í 10. bekk í Salaskóla verkefni þar sem þeir bjuggu til allskyns áhugaverða hluti ýmiskonar afgöngum. Þeir seldu þá svo á opnu húsi og voru einnig með kaffisölu og ýmsa leiki sem þurfti að borga lítilsháttar fyrir að taka þátt í. Þau söfnuðu 60 þúsund krónum. Þau ákváðu svo […]

Lesa meira

Skipulagsdagur 19. mars, dægradvöl lokuð

Þann 19. mars er skipulagsdagur í Salaskóla og við vekjum sérstaka athygli á því að dægradvölin er lokuð þann dag. Það eru því engir nemendur í skólanum. Kennarar munu undirbúa og skipuleggja lokatörn skólaársins og starfsfólk dægradvalar undirbýr vorstarfið og býr til ýmis skemmtileg verkefni.

Lesa meira

Masmánuður í Salaskóla

Í mars ætlum við að hafa „masmánuð“ í unglingadeildinni í Salaskóla. Þetta er samstarfsverkefni nemenda, starfsmanna og foreldra um snjalltækjalaus kennsluhlé þennan mánuð og nota tímann í að leika saman, spila saman og masa saman. Með þessu viljum við stíga út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi í samskiptum unglinganna í skólanum. […]

Lesa meira