Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn fimmtudag. Allir upplesarar stóðu sig með prýði og munu þau Agnes Elín, Bjarki Þór og Sigríður Maren taka þátt fyrir hönd Salaskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Salnum Kópavogi í næsta mánuði. Þar munu þátttakendur úr 7.bekk frá öllum grunnskólum Kópavogs taka […]

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis

Þriðjudaginn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis.  Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03. Líkt og undanfarin ár hvetjum við nemendur og starfsfólk til […]

Lesa meira

Nemandi í Salaskóla verðlaunahafi í teiknisamkeppni grunnskólanema

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja nú fyrir og var Embla Dröfn Hákonardóttir, nemandi í 4. bekk,  ein af vinningshöfum. Öllum nemendum 4. bekkjar var boðið að taka þátt en þessi skemmtilega teiknisamkeppni hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda, kennara og skólastjórnenda í áraraðir og eru allir sem hlut eiga að máli sammála um […]

Lesa meira

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

Á morgun, 28. febrúar, er dagur sjaldgæfra sjúkdómaa og í tilefni hans hvetur félag einstakra barna okkur til að klæðast glitrandi fatnaði og sýna þannig samstöðu og stuðning. Að sjálfsögðu verðum við í Salaskóla með.

Lesa meira

Bebras tölvuáskorun 2022

Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og er […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar 2022 – Verðlaunaafhending

Fjölgreindaleikar Salaskóla voru haldnir í síðastliðnum mánuði, 10. – 11. nóvember og hafa löngum þótt vera einn mikilvægasti viðburður skólaársins. Markmiðið með leikunum er að vinna að góðum skólabrag með því að nemendur á ólíkum aldri vinna saman að lausn verkefna sem reyna á allar greindir mannskepnunnar. Leikarnir eru jafnframt keppni milli hópa í […]

Lesa meira

Lúsíuhátíð 2022

Það hefur löngum verið hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu í kringum 13. desember. Nemendur í 4. bekk eru í aðalhlutverki og Lúsían hefur í gegnum tíðina verið valin úr 7. bekk. Nemendur klæðast hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. […]

Lesa meira

Jólamarkaður 4. bekkinga

Á þriðjudaginn, 6. desember, stóð 4.bekkur fyrir mjög vel heppnuðum jólamarkaði sem þau hafa verið að vinna að síðustu vikur.  Þau voru í raun að taka þátt í tveimur verkefnum.  Fyrra verkefnið heitir Öðruvísi jóladagatal og er á vegum SOS-barnaþorpa. Verkefnið snýst um réttindi barna og byggir á stuttum fræðsluerindum og myndböndum af börnum […]

Lesa meira

Jólahurðasamkeppni 2022

Nú í nokkur ár höfum við flautað til leiks í jólahurðasamkeppni hér í Salaskóla í lok nóvember og hafa nemendur keppst við að setja hurðir sínar í jólalegan búning til að freista þess að vinna best skreyttu hurðina. Dómnefnd var sett saman sem í sameiningu fór yfir allar innsendar myndir með það að markmiði […]

Lesa meira

Klukkustund kóðunar

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan stendur nú yfir en í ár er hún haldin dagana 5. – 11. desember um heim allan.  Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 1,5 milljarð þátttakenda í yfir 180 löndum. Salaskóli er að sjálfsögðu […]

Lesa meira

Jólaþorp Salaskóla

Jólaþorp Salaskóla er löngu orðin árleg hefð en í ár var þorpið sett upp í níunda sinn af nemendum í 7. bekk í samstarfi við smiðjukennara skólans. Þorpið hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kirkju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk […]

Lesa meira