Bréf til foreldra 25.febrúar 2021, English below

English below
 
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tók gildi í gærmorgun og gildir til og með 30. apríl.
 
Helstu reglur fyrir grunnskóla eru að nú mega 50 starfsmenn vera saman í rými, lágmarksfjarlægð milli starfsfólks er 1 metri, hámarksfjöldi nemenda í rými er 150 og hvorki grímuskylda né lágmarksfjarlægð hjá þeim. Einnig er okkur heimilt að halda viðburði s.s. fyrirlestra, upplestrarkeppnir og fundi með foreldrum og þá í samræmi við fjölda og nálægðartakmörk hvers skólastigs eða reglugerð um takmörkun á samkomuhaldi vegna farsóttar. Sú reglugerð gildir til 17. mars.
 
Við óskum eftir því að varlega sé farið um sinn og aðkoma foreldra sé skipulögð, bundin við viðburði og samráð haft um aðgengi. Við viljum því að foreldrar komi aðeins á skipulagða viðburði sem skólinn eða félög honum tengd standa fyrir, þeir mæti í viðtöl og á fundi í skólanum skv. samkomulagi við kennara eða stjórnendur en að sinni verði ekki um daglega umgengni foreldra í skólanum að ræða, hvorki inn á ganga eða í fataklefa. Foreldrar sem telja sig eiga erindi inn í skólann þurfa að hafa samband við skrifstofu áður. Foreldrar, aðstandanendur og utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólann og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur.
 
Við erum afar ánægð að vera komin á þennan stað eftir heilt ár við miklar takmarkanir. Mikilvægt að við förum áfram varlega svo við getum klárað þetta skólaár með stæl og góðri 20 ára afmælishátíð í vor.
 
 
English
A new regulation regarding restrictions on school activities became effective yesterday morning and will be effective until April 30th 2021.
Regulation for primary schools, grades 1 to 10:
Maximum number of employees in the same area is now 50. Minimum distance between employees is 1 meter.
Maximum number of students in the same area is now 150. Students are neither required to wear masks nor do they have to keep minimum distance between each other.
We are now also able to have events such as lectures, reading competitions and meetings with parents. We must always keep in mind the maximum number of each department and the regulation on limitations of social gatherings due to the pandemic, regulation that will be effective until March 17th.
We ask you to be extra careful for the time being and that parental participation in school activities is organized in advance. We ask that parents only attend events that the school or other school-related parties have organized. Parents are asked to attend interviews and meetings that teachers and/or school administrators have planned but they must limit their visits to school. These requests apply to all shared areas such as hallways, entrances, foyers etc. Parents who need to access the school must notify the school´s office beforehand. Parents, guardians and others that enter the school must be careful and keep personal infection prevention in mind at all times. They must also keep at least 1 meter distance between themselves and the school‘s employees and they are required to wear facemasks.
 
We are really happy that we have reached this point after a year of heavy restrictions. It is vital that we continue to be vigilant in order to keep up the good work in our school and celabrate Salaskóli‘s 20th anniversary in May.
 
Birt í flokknum Fréttir.