Hjólin og skólinn

Í gær var launhált á götum og stígum hverfisins. Nokkuð var um það að krakkar sem fóru á hjólum í skólann duttu og sum þeirra hlutu slæma byltu og högg á búk og höfuð með tilheyrandi bólgum og skurðum. Það er því skynsamlegt að setja hjólin í geymsluna að sinni, þ.e.a.s. ef ekki hafa verið sett nagladekk undir þau. Þetta gildir um öll hjól; hlaupahjól, reiðhjól og vélhjól.

Það er fín hreyfing fyrir krakkana að ganga í skólann. Flestar leiðir hingað eru þægilegar, greiðar og tiltölulega öruggar. Það á ekki að þurfa að keyra börnin í skólann nema í undantekningatilfellum.

Birt í flokknum Fréttir.