Neyðarstig hefur áhrif á starf Salaskóla

English below
Nú hefur verið lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna sýkinga af völdum COVID-19. Grunnskólum er heimilt að halda uppi skólastarfi með ákveðnum takmörkunum og því hefur þetta áhrif á skólastarfið. Starfsfólk þarf að gæta að 1 metra nálægðartakmörkunum sín á milli og ekki mega vera fleiri en 30 fullorðnir einstaklingar í sama rými. Foreldrar og aðstandendur mega ekki koma inn í bygginguna nema mjög brýna nauðsyn beri til.
Við leggjum áherslu á að geta haldið upp daglegu skólastarfi og að það verði fyrir sem minnstum röskunum vegna veirufaraldursins. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra og til þess að það gangi upp verðum við öll að ganga í takt.
Smit hafa komið upp allt í kringum okkur en hingað til höfum við sloppið í þessari bylgju. Við viljum sleppa áfram og því ítrekum við eftirfarandi:
  • Það má alls ekki senda börn í skólann sem eru kvefuð, með hálssærindi, slappleika, eða önnur flensulík einkenni. Þó svo að þau séu ekki með COVID þá geta þau borið önnur smit í skólafélaga eða starfsfólk. Við megum alls ekki við því að missa starfsfólkið okkar í umgangspestir því þá þurfum við í mörgum tilfellum að senda börn heim, þar sem við höfum mjög fáa sem geta sinnt forfallakennslu.
  • Við höfum þá reglu að ef einhver á heimilinu er að bíða eftir skimun þá eiga börnin á heimilinu ekki að mæta í skólann fyrr en neikvæð niðurstaða hefur fengist. Við biðjum ykkur um að virða þetta þó svo að þessi regla okkar gangi e.t.v. lengra í sumum tilfellum en tilmæli almannavarna segja til um.
  • Ef smit kemur upp bregðumst við strax við og vinnum í samræmi við leiðbeiningar almannavarna. Það má búast við að þá verði skólanum lokað alveg í fyrstu meðan unnið er úr smitrakningu. Síðan verði lokað að hluta.
Við hvetjum ykkur til að ræða um veirufaraldurinn við börnin ykkar og ekki gleyma unglingunum. Þau hafa miklar áhyggjur af þessu og það getur valdið þeim vanlíðan. Eflaust eru mörg þeirra að glíma við erfiðar spurningar sem þau þora ekki að bera upp. Hvetjið þau til að spyrja og láta vita ef þau hafa áhyggjur. Við bjóðum upp á viðtöl við fagfólk á þessu sviði ef þarf. Svo bara að passa vel upp á sínar persónulegu sóttvarnir.
Einhverjir hafa verið að spyrja um hvort börnin fái fjarkennslu ef þau eru í sóttkví heima. Því er til að svara að það er engin skipulögð fjarkennsla í gangi núna og verður ekki nema skólinn þurfi að loka. Þið getið því fylgst með námsáætlunum barna ykkar og látið þau vinna eftir þeim ef þau þurfa að fara í sóttkví. Svo er bara góð hugmynd að grípa bók og lesa eða vinna eitthvað gagnlegt í tölvunni.
English:
The Department of Civil Protection has now raised the alert level to emergency phase due to increase in Covid19 cases.
Elementary schools have permission to operate, although not without limitations. This situation does affect the school. Staff must stay at least one meter apart between themselves and no more than 30 adults can gather in the same room. Parents and other relatives of our pupils are not allowed to enter the building unless it‘s absolutely necessary.
Our goal is to maintain daily routine here in school with as little disruption as possible in the pandemic. It is a common task for all of us and in order for us to succeed we must all work together.
  • Children who have a cold, sore throat, are feeling poorly or have other flu-like symptoms should absolutely not be sent to school. Although they may not have Covid19 they could infect their classmates and our staff. We need all hands on deck these days and it‘s vital that our staff do not get infected by any deseases. The consequences could result in us having to send our pupils home. There are vey few teachers who can substitute.
  • As a rule we ask you that if someone in your household is waiting to get tested for the virus then the children should not be sent to school until negative result has been confirmed. We ask you to respect this even though this rule of ours may go a little further than the Department of Civil Protection has announced.
  • If someone in school will get infected we will react immediately according to the instructions from the Department of Civil Protection. We might then have to close down while the tracing team works on a solution. After that we might have to close partially for some time.
We urge you to talk to your children about this pandemic. Keep in mind that children whatever their age is are really worried and this can cause stress and anxiety. Some might even have questions that they are too afraid to ask. Encourage your children to ask questions and tell others if they´re worried. We can also arrange interviews with professionals if needed. Each and everyone must do their best to disinfect and keep this virus at bay.
We´ve had som inquieries about online-teaching for children who are quarantined at home. The answer is that there is no organized online-teching going on at the moment and there won‘t be unless the school has to close. Therefore you can look up your children‘s curriculum online and have them work according to it should they need quarantine. It is also a good idea to grab a book to read or work on something useful in your computer.
Birt í flokknum Fréttir.