Margir gestir á opnum degi
Megum við kynna ykkur Íslandsferðir? Gjörið svo vel að skrá nafn ykkar í gestabók? Þennan púða gerði ég! Vá... en flottar grímur. Samskipti nemenda og gesta þeirra á opnu húsi voru eitthvað á þessa leið í morgunsárið. Fjölmargir foreldrar, ömmur, afar og systkini mættu til að skoða afrakstur úr vinnu nemenda. Fimmtubekkingar höfðu sett upp ferðaskrifstofur og sýndu verkefni er fjölluðu um mismunandi landshluta og það merkasta sem þar er að finna. Þetta var þemavinna sem var í gangi hjá þeim alla síðastliðna viku.
Myndir
Opinn dagur 12. maí
Miðvikudaginn 12. maí opnum við skólann upp á gátt og bjóðum foreldrum að koma og skoða og fylgjast með skólastarfinu. Margt verður til sýnis í kennslustofum og á göngum og samsöngur á sal. Verið velkomin, hvenær sem er dagsins.
Lesa meiraKönnun á viðhorfum foreldra
Nú hafa foreldrar fengið senda könnun á viðhorfum foreldra til skólans. Um netkönnun er að ræða og skiptist hún niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við biðjum foreldra um að svara sem fyrst en möguleiki er að svara til og með sunnudagsins 16. maí. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin. […]
Lesa meiraGaman í vorskóla
Þessa dagana er vorskóli Salakóla í gangi fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Fyrsti dagurinn var í gær en þá mættu nemendurnir í skólann ásamt foreldrum sínum og hittu kennarana og væntanlega bekkjarfélaga.
Lesa meiraÍslandsmót í skólaskák
Íslandsmótið í skólaskák 2010 er hafið. Fulltrúar Salaskóla og Kópavogs eru félagarnir Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson. Eftir tvær umferðir leiðir Kjördæmismeistarinn Páll Andrason mótið ásamt tveimur öðrum. Eiríkur Örn hefur einnig blandað sér í toppbaráttuna. Sjá nánar á http://www.skak.blog.is/blog/skak/ En þar er hægt að fylgjast með úrslitum úr einstaka viðureignum. Áhorfendur geta […]
Lesa meiraLög Fúsa sungin hástöfum
Góðir gestir komu í heimsókn eftir hádegi í dag undir formerkjum Tónlist fyrir alla og buðu nemendum í 1. – 4. bekk upp á að koma í salinn og syngja. Þetta var hljómsveitin Fúsarnir skipuð þremur hljómlistamönnum sem léku undir og sungu lög Sigfúsar Halldósssonar með þáttöku nemenda. Nemendur hafa að undanförnu verið að æfa lög Sigfúsar […]
Lesa meiraVorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2004
Vorskóli Salaskóla verður fimmtudaginn 6. maí og föstudaginn 7. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru […]
Lesa meiraSíðasta valtímabilið
Nemendur í 8. – 10. bekk eiga strax í dag að velja fyrir síðasta tímabilið. Dálitlar breytingar eru á valinu núna. List- og verkgreinakennararnir setja upp fjölbreyttar smiðjur og þar verður margt skemmtilegt gert. Smellið hér til að velja
Lesa meiraÁrshátíð 2010
Árshátíð Fönixar og Salaskóla var haldin í gærkvöldi fyrir unglingadeild og tókst sérlega vel. Krakkarnir komu í sínu fínasta pússi, borðuðu góðan mat saman sem Erik, kokkur skólans, eldaði af miklu listfengi.
Lesa meiraLífið vaknar að vori
Nemendur margra bekkja eru á fullu í útikennsluverkefnum. Nú er verið að byrja á veðurathugunum í 5. bekk en áður voru þau í ljóðagerð úti í náttúrinni og höfðu m.s. "viðtöl" við steina og plöntur. Lífið vaknar að vori er viðfangsefni fjórðubekkinga en þá fjalla nemendur um á hvern hátt náttúran vaknar til lífsins og […]
Lesa meiraTextíll til góðs
Í dag kom fulltrúi Rauða krossins í skólann og sótti heim nokkra nemendur, allt stúlkur, sem höfðu valið valgreinina"Textíll til góðs" hluta vetrar. Tilgangur valgreinarinnar var að framleiða barnaföt sem yrðu gefin til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í útlöndum. Þess má geta að leitað var til fyrirtækisins Föndru um styrk sem gaf allt það efni sem saumað var úr.
Lesa meiraGleðilegt sumar
Frí er í skólanum á morgun, Sumardaginn fyrsta. Nemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar. Starfsfólk Salaskóla
Lesa meira