Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um.

Lesa meira

Örtröð á bókasafninu

Í morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir […]

Lesa meira

Salaskóli settur

Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og  eftirvænting skein  úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér. Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag […]

Lesa meira

Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.: 2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00 Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum […]

Lesa meira

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir 1.-6. bekk og 8. – 10. bekk eru komnir á netið. Farðu í "Gagnasafn" og þá birtast þeir. Listi 7. bekkjar er væntanlegur.

Lesa meira

Upplýsingar fyrir næsta skólaár

Vekjum athygli á að hér til hliðar undir tilkynningar er að finna skóladagatal og ýmsar upplýsingar fyrir skólaárið 2010-2011.

Lesa meira

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 21. júní. Opnar aftur mánudaginn 9. ágúst.

Lesa meira

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Lesa meira

Lególiðið farið til Tyrklands

Lególið skólans, Robobobo, er komið til Istanbul í Tryrklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti First Lego League. Eins og kunnugt er vann liðið þáttökurétt í Evrópukeppninni eftir frækilega frammistöðu í Legókeppninni sem haldin var á Íslandi í nóvember síðastliðinn. Fylgist með krökkunum á vefsíðunni þeirra þar sem þau setja inn fréttir jafnt og […]

Lesa meira

Spiladrottningar og kóngar í Salaskóla

vist2.jpgHaldið var meistaramót væntanlegrar unglingadeildar Salaskóla í félagsvist sl. mánudag. Allir krakkar í 7., 8., og 9. bekk voru með og krýndum við spiladrottningu og spilakóng skólans. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Rúnar Þór Bjarnason. Keppni um spilakóng og spiladrottningu verður framvegis a.m.k. einu sinni á ári og keppa þá nemendur í 7., 8., og 9. bekk um þann titil.

Lesa meira

Skólaslit og vorhátíð

Mánudaginn 7. júní verður útskrift 10. bekkinga kl. 20:00. Þetta er hátíðleg athöfn, hlýleg kveðjustund sem býr til góðar minningar um skólann og krakkana. Foreldrar koma með kökur á hlaðborð.   Þriðjudaginn 8. júní verða skólaslit sem hér segir:   kl. 11:00 – 8. og 9. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá […]

Lesa meira

Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni

Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir.  Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð […]

Lesa meira