Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður 18. og 19. febrúar. Við vekjum athygli á að við erum með vetrarleyfi á öðrum tíma en aðrir skólar í Kópavogi. Þetta var ákveðið síðasta vor þar sem áhugi er á að hafa börnin í skólanum bolludag, sprengidag og öskudag. Á öskudag verður skóladagur þó styttri en venjulega. Þá verður furðufatadagur í […]

Lesa meira

Foreldraviðtöl á bóndadag

Föstudaginn 22. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar senda út tíma. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

Lesa meira

Matargjaldið hækkar 1. febrúar

Matargjaldið hækkar skv. ákvörðun bæjaryfirvalda 1. febrúar úr 280 kr. máltíðin í 320 kr. eða um 40 kr. á dag. Það mun að jafnaði vera um 800 kr. á mánuði. Við minnum á að tilkynningar um breytingar á áskrift þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 20. hvers mánaðar.

Lesa meira

Spurningakönnun Fönix

Félagsmiðstöðin Fönix biður nemendur í 8. – 10. bekk að svara könnun. Smellið hér til að svara.  

Lesa meira

Val í unglingadeild – 4. tímabil

Fjórða valtímabilið hefst mánudaginn 25. janúar og stendur til 12. mars. Nemendur geta valið núna og þurfa að klára það í síðasta lagi 19. janúar. Smellið hér til að velja.

Lesa meira

Bekkjarkeppni í skák

skak.jpg

Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu

Lesa meira

Nýtt ár

Nýja árið fer vel af stað í Salaskóla. Krakkarnir koma kátir og hressir eftir góða hvíld í jólafríinu, staðráðin í að standa sig vel í námi og starfi. Vekjum athygli á að skólanámskrá er nú komin inn á heimasíðuna, en hana hefur aðeins verið hægt að nálgast í gengum Mentor í haust. Framundan er […]

Lesa meira

Gleðilega jólahátíð

Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn […]

Lesa meira

Jólaball

18. desember 2009 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30: glókollar, starar, steindeplar, þrestir, lóur, teistur, helsingjar og ernir. Þessir […]

Lesa meira

Fjörlegur körfubolti

ottarsbikarinn_007small.jpgÞað er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta.

Lesa meira

Lúsíuhátíð

Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem er skipaður nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og með ljós í hönd. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með […]

Lesa meira

Rithöfundur sótti okkur heim

gerpur_kristn_001small.jpgNú í morgunsárið kom rithöfundurinn Gerður Kristný í heimsókn í skólann og hitti alla nemendur í 1. - 5. bekk. Gerður sagði frá barnæsku sinni, kynnti eldri bækur sínar eins og Mörtu Smörtu, Garðinn og Ballið á Bessastöðum og las síðan úr nýjustu bókinni Prinsessunni á Bessastöðum

Lesa meira