Örtröð á bókasafninu

Í morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir […]

Lesa meira

Salaskóli settur

Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og  eftirvænting skein  úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér. Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag […]

Lesa meira

Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.: 2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00 5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00 8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00 Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum […]

Lesa meira

Innkaupalistar

Innkaupalistar fyrir 1.-6. bekk og 8. – 10. bekk eru komnir á netið. Farðu í "Gagnasafn" og þá birtast þeir. Listi 7. bekkjar er væntanlegur.

Lesa meira

Upplýsingar fyrir næsta skólaár

Vekjum athygli á að hér til hliðar undir tilkynningar er að finna skóladagatal og ýmsar upplýsingar fyrir skólaárið 2010-2011.

Lesa meira

Sumarleyfi

Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 21. júní. Opnar aftur mánudaginn 9. ágúst.

Lesa meira

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Lesa meira

Lególiðið farið til Tyrklands

Lególið skólans, Robobobo, er komið til Istanbul í Tryrklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti First Lego League. Eins og kunnugt er vann liðið þáttökurétt í Evrópukeppninni eftir frækilega frammistöðu í Legókeppninni sem haldin var á Íslandi í nóvember síðastliðinn. Fylgist með krökkunum á vefsíðunni þeirra þar sem þau setja inn fréttir jafnt og […]

Lesa meira

Spiladrottningar og kóngar í Salaskóla

vist2.jpgHaldið var meistaramót væntanlegrar unglingadeildar Salaskóla í félagsvist sl. mánudag. Allir krakkar í 7., 8., og 9. bekk voru með og krýndum við spiladrottningu og spilakóng skólans. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Rúnar Þór Bjarnason. Keppni um spilakóng og spiladrottningu verður framvegis a.m.k. einu sinni á ári og keppa þá nemendur í 7., 8., og 9. bekk um þann titil.

Lesa meira

Skólaslit og vorhátíð

Mánudaginn 7. júní verður útskrift 10. bekkinga kl. 20:00. Þetta er hátíðleg athöfn, hlýleg kveðjustund sem býr til góðar minningar um skólann og krakkana. Foreldrar koma með kökur á hlaðborð.   Þriðjudaginn 8. júní verða skólaslit sem hér segir:   kl. 11:00 – 8. og 9. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá […]

Lesa meira

Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni

Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir.  Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð […]

Lesa meira

Reiptog í Guðmundarlundi

Góða veðrið kallar á öðruvísi áherslur í skólastarfi eins og dæmin sýna þessa dagana. Nemendur í 6. og 7. bekk tóku fram hjólin sín og reiðhjólahjálmana og hjóluðu með kennurunum sínum í Guðmundarlund í morgun. Veðrið lék við þau allan tímann, farið var í reiptog þar sem stelpur kepptu á móti strákum. Síðan var […]

Lesa meira