sklaslit_007.jpg

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Fulltrúar nemenda fluttu tónlistaratriði og héldu þakkarræðu. Borð svignuðu af góðgæti sem foreldrar komu með í tilefni dagsins. 

Í dag var svo skólanum slitið og fengu nemendur í 5. – 9. bekk einkunnirnar sínar afhentar en yngri nemendur höfðu fengið þær í hendur daginn áður. Þverflautukvintett nemenda við skólann spilaði, skólakórinn tók lagið og svo sungu allir saman "Vertu til er vorið kallar á þig". Vorhátíð foreldrafélagsins hófst svo í beinu framhaldi af skólaslitum þar sem fjörið réð ríkjum og pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn.sklaslit_028.jpg

Birt í flokknum Fréttir.