ortrod.jpg

Örtröð á bókasafninu

ortrod.jpgÍ morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir voru meira fyrir skáldsögur og léttar lestrarbækur. Örtröð á bókasafninu fyrsta morguninn en allir sýndu staka þolinmæði meðan beðið var eftir að láta skrá bókina sína.  

Birt í flokknum Fréttir.