matur1bekkur.jpg

Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um. Fyrstu matartímarnir hafa gengið vel fyrir sig, það reynir á að þurfa að bíða eftir að röðin kemur að manni og fara eftir settum reglum en það vefst ekki fyrir krökkunum okkar í 1. bekk sem eru til fyrirmyndar í alla staði.

Birt í flokknum Fréttir.