Skólaslit og vorhátíð

Mánudaginn 7. júní verður útskrift 10. bekkinga kl. 20:00. Þetta er hátíðleg athöfn, hlýleg kveðjustund sem býr til góðar minningar um skólann og krakkana. Foreldrar koma með kökur á hlaðborð.

 

Þriðjudaginn 8. júní verða skólaslit sem hér segir:

 

kl. 11:00 – 8. og 9. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan. 

 

kl.  12:00 – 5. – 7. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan. 

 

Kl. 13:00 – 1. – 4. bekkur – skólaslitin eru á sal. Nemendur fá vitnisburð afhentan daginn áður

 

Kl. 14:00 hefst árleg Vorhátíð foreldrafélagsins.

Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 og fram að skólaslitum.

Birt í flokknum Fréttir.