Viðhorfakönnun foreldra

Vorið 2009 var gerð könnun meðal foreldra um viðhorf þeirra til skólans og skólastarfsins. Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og eru niðurstöður úr henni nú aðgengilegar á vefsíðu skólans. Smellið hér eða farið inn á hnappinn SKÓLINN og veljið Mat á skólastarfi. 

Lesa meira

Hundraðdagahátíðin

Mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn var hundraðasti skóladagurinn hjá fyrsta bekk og var haldin hátíð í tilefni þess. Bekkjunum  var öllum  blandað saman og fóru þau á stöðvar og unnu ýmis verkefni tengd tugum og hundraði. Þau bjuggu meðal annars til 100 daga kórónu, heftuðu saman 10 hlekki og tíndu 10 mismunandi góðgæti í poka […]

Lesa meira

Öskudagsgleðin tókst vel – MYNDIR

oskudagursmall.jpgMYNDIRNAR segja sína sögu. Prúðbúnar verur, sumar býsna skuggalegar, aðrar afar hátíðlegar sáust á göngum Salaskóla í morgun. Stóru krakkarnir aðstoðuðu þau yngri við andlitsmálningu og allir höfðu nóg fyrir stafni. Búnar voru til grímur og hattar, farið í leiki, málað, kókoskúlur framleiddar í stórum stíl svo eitthvað sé nefnt. 

Lesa meira

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður í Salaskóla dagana 18. – 19. febrúar eins og fram kemur á skóladagatali. Einnig er frí hjá nemendum mánudaginn 22. febrúar á skipulagsdegi kennara. Nemendur mæta í skólann aftur þriðjudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Lesa meira

Fjör á öskudag

trudur2.jpgÁ morgun, öskudag, verður mikið fjör hér í skólanum. Þá verður skólastarf brotið upp með ýmsum uppákomum. Nemendur mæta um kl. 9 en geta komið fyrr ef foreldrar óska þess. Það má koma í grímubúningum og boðið er upp á andlitsmálun í skólanum.

Lesa meira

Takið vel á móti dósasöfnurum

Lególiðið okkar varð Íslandsmeistari síðasta haust. Liðið er því á leið á Evrópumót grunnskóla í Legó í Istanbúl 21. - 25. apríl. nk. Liðið þarf að safna fyrir ferðinni og mun gera það með ýmsum hætti. Nú næstu daga ætla krakkarnir að ganga í hús í hverfinu og safna dósum og biðjum við ykkur um að taka vel á móti þeim og leggja þessu verkefni lið með. Krakkarnir verða sérstaklega merktir.

Lesa meira

Verk nemenda

Inn á myndasafn skólans voru að koma myndir frá verkgreinum sem sýna verk nemenda sem unnin hafa verið í vetur. Þar er annars vegar myndir frá myndmennt og hins vegar frá smíði.

Lesa meira

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2010

Rafræn innritun

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Framhaldsskólar skilgreina sjálfir í samráði við menntamálaráðuneytið inntökuskilyrði á einstakar námsbrautir. Inntökuskilyrði eru birt í skólanámskrá á vefsíðu hvers framhaldsskóla.

Smellið á lesa meira til að fá frekari upplýsingar.

Lesa meira

Skákakademia í Salaskóla

akademia_02.jpgVið hófum störf hjá skákakademiu Kópavogs föstudaginn 29. janúar 2010. Skákakademia Kópavogs er styrkt af skákstyrktarsjóði Kópavogs. Kennarar eru frá Skákskóla Íslands en Salaskóli sér um aðbúnað og aðstöðu. Á myndinni sem fylgir eru eftirtaldir einstaklingar.

Lesa meira

Morgunkaffi – dagsetningar komnar

Nú eru skólastjórnendur að bjóða foreldrum hvers bekkjar í morgunkaffi með spjalli og spekúleringum um skólastarfið. Fundirnir hefjast allir kl. 8:10 og eru á kaffistofu starfsmanna. Að loknu spjalli er bekkurinn heimsóttur. Allt búið kl. 9:00. Dagsetningar eru komnar hér á netið og hægt er að sjá þær með því að smella hér. Við hvetjum […]

Lesa meira

Góðgæti í heimilisfræði

Í heimilisfræði læra nemendur góðar vinnuaðferðir í meðferð matvæla og útbúa alls kyns góðgæti þar sem ákveðnar uppskriftir eru lagðar til grundvallar. Nemendur eru oft spenntir að fá uppskriftir heim til þess að þeir geti prófað sig áfram þar. Uppskriftum nemenda í 1. – 4. bekk hefur verið safnað saman í eina bók og er að […]

Lesa meira

Morgunkaffi fyrir foreldra í 1. bekk

Skólastjórnendur í Salaskóla bjóða foreldrum hvers bekkjar fyrir sig í morgunkaffi einu sinni á vetri. Þriðjudaginn 26. janúar er foreldrum Glókolla boðið. Við byrjum kl. 8:10 og erum á kaffistofu starfsmanna. Bjóðum ykkur velkomin þangað. Á fundinum ræðum við skólastarfið almennt og viljum gjarnan heyra ykkar upplifun, hugmyndir og skoðanir. Eftir spjall heimsækjum við bekkinn. Allt búið […]

Lesa meira