Jólabingó 3. desember

Jólabingó fyrir alla fjölskylduna í Salaskóla fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00 Miðaverð kr. 400 9. bekkur í Salaskóla stefnir á að fara í ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalabyggð í lok janúar og rennur allur ágóði af bingóinu  í ferðasjóð nemenda.

Lesa meira

Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is

Jólagetraun Umferðarstofu er með nýju sniði í ár. Á hverjum degi, frá 1. desember til 24. desember, geta grunnskólabörn svarað nýrri spurningu með því að opna jóladagatal á www.umferd.is og komist þannig í verðlaunapott.

Lesa meira

„Feisbúkk“ og félagsleg vandræði

Ágætu foreldrar

 

Við höfum orðið vör við að mjög margir nemendur Salaskóla eru aðilar að „facebook“ netsamfélaginu. Eins og mörg ykkar þekkja býður þetta samfélag upp á ágætis samskipti af ýmsu tagi og fleira skemmtilegt. En dökku hliðarnar finnast líka og ég er hræddur um að þær komi einkum fram hjá börnum og unglingum. Í hverri einustu viku þurfum við hér í skólanum að taka á málum sem verða til í samskiptum nemenda á „facebook“. Þessi samskipti eiga nemendur eftir skóla og á kvöldin. Þetta getur t.d. verið þannig að einhver skráir eitthvað á „statusinn“ hjá sér og fær óviðurkvæmilegar athugasemdir frá einhverjum „facebook-vinum“. Komið hafa upp hörð orðaskipti, hótanir, niðurlægjandi tal, athugasemdir um útlit og geðslag og fleira í þeim dúr.

 

Lesa meira

Skólanum færð gjöf

Úlfar Andri Sölvason nemandi í þröstum kom færandi hendi í skólann í morgun. Hann gaf skólanum glænýtt spil, Vikings, sem er algjörlega íslensk hönnun. Hann sagði að pabbi sinn hefði hannað spilið og það væri mjög skemmtilegt. Hann afhenti skólastjóra spilið að viðstöddum bekkjarfélögum sínum og saman fór allur hópurinn inn bókasafn þar sem […]

Lesa meira

Ömurlegir eineltistilburðir

Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.

Lesa meira

Nýtt valtímabil – unglingar veljið strax!

Mánudaginn 23. nóvember hefst 3. tímabilið í valinu hjá unglingunum og þeir þurfa að velja strax og í síðasta lagi á miðvikudag. Farið inn hér og veljið.  

Lesa meira

Legómeistarar heiðraðir

legmeistarar_heirair_001small.jpg
Legómeistararnir, Róbóbóbó, voru heiðraðir með miklu lófataki í sal skólans í gær þar sem söfnuðust saman nemendur skólans og starfsfólk.

Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla

Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla 2007-2009 er komin út. Hún hefur verið birt á heimasíðu skólans undir hlekknum skólinn > mat á skólastarfi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfsmatsaðferðum skólans og þar er matsáætlun næstu ára. Greint er frá niðurstöðum úr ýmsum könnunum og prófum og að síðustu er umbótaáætlun. Við hvetjum foreldra til að kynna […]

Lesa meira

Sigur hjá Róbóbóbó

dagbkin.jpgLególíð Salaskóla, Róbóbóbó, náði frábærum árangri í Legókeppninn First Lego League sem haldin var í dag, 7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ. Liðið sýndi mikla samhæfni og sérlega góða færni í öllum hlutum keppninnar og endaði sem sigurvegari og FLL- meistari 2009 á Íslandi.

Lesa meira

Brunaæfingu lokið

Í morgun fór fram brunaæfing þar sem okkar stóra skólahúsnæði var rýmt samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Æfingin gekk mjög vel í alla staði – nemendur og starfsfólk stóð sig með prýði. Næst verður farið yfir áætlunina í heild sinni og henni breytt ef reynslan sýnir að þörf er á slíku.

Lesa meira

Brunaæfing á næstunni

Fyrirhugað er að hafa brunaæfingu í skólanum einhvern næstu daga – þar sem húsið verður tæmt á sem stystum tíma.  Með æfingunni er verið að sannreyna öryggsiaætlun skólans og gera endurbætur ef einhverjir annmarkar koma í ljós.

Lesa meira

Leiksýningin Rúi og Stúi

Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs hafa tekið upp samstarf í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem Leikfélagið sýnir og er ætluð nemendum í 1.- 5. bekk.  Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.

Lesa meira