trudur2.jpg

Fjör á öskudag

trudur2.jpgÁ morgun, öskudag, verður mikið fjör hér í skólanum. Þá verður skólastarf brotið upp með ýmsum uppákomum. Nemendur mæta um kl. 9 en geta komið fyrr ef foreldrar óska þess. Það má koma í grímubúningum og boðið er upp á andlitsmálun í skólanum. Skemmtun verður á sal fyrir alla aldurshópa þar sem verður mikið glens og gaman en auk þess verður stöðvavinna og ýmislegt fleira í boði fyrir krakkana. Endað verður á pylsuveislu um klukkan 12. Hlökkum til að sjá ykkur, krakkar.

Birt í flokknum Fréttir.