Blásið til fjölgreindaleika

Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel […]

Lesa meira

Starfsáætlun Salaskóla

Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella hér. 

Lesa meira

97% nemenda í mat

97% nemenda Salaskóla eru í mat daglega í mötuneyti skólans. Þetta er einstaklega góð þátttaka, með því besta sem þekkist á landinu.

Lesa meira

Fjölgreindaleikarnir á miðvikudag og fimmtudag

Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla hefjast á miðvikudaginn 23. september og standa yfir í tvo daga. Þá er nemendum skólans skipt í rúmlega 40 tíumanna lið sem keppa í greinum sem reyna á ólíkar greindir.

Lesa meira

Skipulagsdagur á föstudag, 25. september

Það er skipulagsdagur á föstudag, 25. september. Þá eiga nemendur frí. Þennan dag er námskeið, ráðstefna og fræðslufundur fyrir alla kennara í Kópavogi í Smáranum. Aðrir starfsmenn Salaskóla verða á skyndihjálparnámskeiði. Dægradvölin verður opin frá kl. 8:00.

Lesa meira

Námskynningu í 1. bekk frestað

Námskynningu í 1. bekk sem átti að vera í dag kl. 17:00 er frestað vegna veikinda til þriðjudagsins 22. september kl. 17:00.

Lesa meira

Meistarar heiðraðir

norlandaskakmeistarar_small.jpg
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum. 

Lesa meira

Norðurlandameistararnir komu til landsins í dag

leifsstod1[1].jpgSkákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.

Lesa meira

Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!

Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. […]

Lesa meira

Salaskóli gersigraði dönsku sveitina!

Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.

 Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.

Lesa meira

Annar stórsigur á Norðurlandamótinu

Tómas Rasmus hringdi rétt í þessu og færði okkur þær fréttir að skáksveit Salaskóla hefði unnið stórsigur á sveit Norðmanna. Okkar fólk fékk 3 1/2 vinning út úr viðureigninni og er í efsta sæti með 7 vinninga af 8 mögulegum. Á eftir teflir sveitin okkar við Danina og býst Tómas við því að þeir […]

Lesa meira

Salaskóli vann finnsku sveitina

Skáksveit Salaskóla vann stórsigur, 3,5-0,5, á finnsku sveitinni í fyrstu umferð Norðurlandamóts grunnskólasveita sem fram fór í dag í Stokkhólmi.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson unnu en Patrekur Maron Magnússon gerði jafntefli. Sveit Salaskóla mætir norsku sveitinni í dag. Heimasíða mótsins.

Lesa meira