Grillstemning í hádeginu

grillstemning_002.jpgVið gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi.

Lesa meira

Átak í næstu viku! Allir í Salaskóla ganga í skólann.

ganga2.jpgVikuna 26.- 30. maí  ætlum við að gera smá átak og hvetja alla nemendur til að ganga í skólann. Ef nemandi býr í öðru hverfi má fara fyrr úr strætó eða bílnum og ganga smá spöl. Við hvetjum sérstaklega krakka í prófum að koma gangandi því það hressir, bætir og kætir.

Umsjónarkennarar fá blöð hjá gönguhópnum þar sem stimplað er í reit á hverjum degi hjá viðkomandi nemanda ef hann kemur gangandi í skólann. Bekkurinn sem gengur mest í skólann fær mjög áhugaverð verðlaun. Verðlaun eru fyrir 2. og 3. sæti.
Tíu góðar ástæður til að ganga saman í skólann

  • Það vekur mann
  • Það er hressandi ...

Lesa meira

Lundar

Hér eru myndasögusýningar nemenda í lundum vorið 2009 Nemendur í lundum sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í hugbúnaðinum og […]

Lesa meira

Háskóli unga fólksins

Vekjum athygli á Háskóla unga fólksins. Lesið meira með því að smella á "Lesa meira"

Lesa meira

Aðalfundur SAMKÓP mánudaginn 19. maí 2008 kl. 20:00

Aðalfundur SAMKÓP verður haldinn mánudaginn 19. maí 2008 í Snælandsskóla og hefst kl. 20:00 (gengið er inn um kvöldskólainngang á móti Snælandvideo).  Stefnt er að því að fundur ljúki um kl 22:00 

Lesa meira

Skák í Salaskóla skólaárið 2007-08

Heimsmeiatarar: Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartiltlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni 12. júlí til Pardubice í Tékklandi  þar kepptu þau til sigurs á heimsmeistarmóti skóla í skák og urðu fyrsta […]

Lesa meira

Hjólabretti, hlaupahjól, reiðhjól og hjólaskór

Að gefnu tilefni skal tekið fram að
- hjólabretti og hlaupahjól séu geymd heima á skólatíma en dregin fram eftir að skóla lýkur
- krakkarnir komi ekki á hjólaskóm í skólann þar sem þeir skemma dúkinn á skólagöngunum
- þeir sem koma á reiðhjóli í skólann hafi hjálm á höfðinu.
Þetta var ákveðið á kennarafundi fyrr í dag. Smellið á "lesa meira" fyrir frekari rökstuðning.

Lesa meira

86% foreldra ánægðir með Salaskóla

86% foreldra í Salaskóla eru ánægð með skólann skv. foreldrakönnuninni sem lögð var fyrir í apríl. Rúmlega 8% hafa ekki skoðun og tæp 6% eru óánægð. Sambærilegri spurningu svöruðu foreldrar í grunnskólum Reykjavíkur árið 2006 og þá voru 80% foreldra ánægð með skólann sem barnið þeirra var í, rúmlega 12% höfðu ekki skoðun og […]

Lesa meira

Skák í Salaskóla

  Skák hefur verið iðkuð af kappi í Salaskóla um árabil. Strax á fyrsta starfsári skólans, árið 2001, var skákborðum komið fyrir víðsvegar um skólann, bæði í kennslustofum og á göngum og nemendur hvattir til að tefla í skólanum. Einn af kennurum skólans, Margrét Sveinsdóttir, sýndi skákinni sérstakan áhuga, hvatti nemendur til að tefla […]

Lesa meira

8. bekkingar fóru í Alviðru

Nemendur í himbrimum og lómum gerðu sér ferð í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetur Landverndar, ásamt kennurum sínum á dögunum. Þar er tekið á móti nemendum í náttúrufræðiskoðun. Krakkarnir fóru m.a. í fuglaskoðun, könnuðu Þrastaskóg og tóku sýni sem voru skoðuð í smásjá. Myndirnar tala sínu máli.

Lesa meira

Vorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2002

Ágætu foreldrar tilvonandi 1. bekkinga!

Ykkur er boðið að koma með barnið ykkar í vorskóla fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga verða að láta okkur vita. Ef barn hefur ekki verið innritað þarf að hafa samband við skólann strax.

Lesa meira

Frí á morgun – uppstigningardag /1. maí

Eins og fram kemur á skóladagatali er frí í skólanum á morgun, uppstigningardag, sem einnig ber upp á frídag verkalýðsins 1. maí.

Lesa meira