Vegna skíðaferðar

Allt er nú klárt fyrir skíðaferð 9. og 10. bekkja eftir helgi. 9. bekkur fer á mánudag kl. 10:30 og 10. bekkur á þriðjudag á sama tíma. Við vorum í sambandi við Bláfjöll rétt í þessu og nú er erfitt að skíða þar sem snjórinn er blautur. Það kólnar eftir helgi skv. spám og […]

Lesa meira

Vísindi á verði bíóferðar

Við vekjum athygli á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir börn. Í ár verða námskeiðin fjögur talsins og haldin á laugardögum á tímabilinu 16. febrúar – 8. mars. Nánari upplýsingar á http://www.endurmenntun.is

Lesa meira

Ekki dót að heiman í skólann

Svolítið hefur borið á því að nemendur í 1. og 2. bekk koma með leikföng að heiman með sér í skólann. Þetta veldur talsverðum truflunum og vandræðum í kennslustundum og því biðjum við foreldra um að fylgjast með því að börnin séu ekki að stinga dóti ofan í skólatöskuna. Einstaka sinnum eru dótadagar og […]

Lesa meira

Skíðaferð 10. bekkja

Þriðjudaginn 19. febrúar fer 10. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll.  Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað til baka kl. 14:30 á miðvikudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

Skíðaferð 9. bekkja

Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn.  Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira til fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

2. sætið í Skólahreysti

Lið Salaskóla hreppti 2. sætið í sterkum riðli í Skólahreystinni. Liðið var efst að stigum þegar ein grein var eftir en varð að láta í minni pokann fyrir hraustu krökkunum í Lindaskóla. Í riðlinum voru lið frá 14 skólum í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Árangur krakkanna í Salaskóla er því frábær. Á myndinni eru […]

Lesa meira

Foreldraráð – framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að skila inn framboðum í foreldraráð Salaskóla rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar. Þeir sem kosnir verða sitja í ráðinu næstu tvö árin. Framboðum er hægt að skila með tölvupósti til skólastjóra eða með því að hringja eða koma í skólann og gefa sig fram við ritara eða skólastjóra. […]

Lesa meira

Skíðaferð 9. og 10. bekkur

9. bekkur fer í skíðaferð mánudaginn 18. febrúar í skíðaskála Breiðabliks í Bláfjöllum. Þriðjudaginn 19. febrúar fara nemendur heim og 10. bekkurinn tekur við og verður eina nótt.

Lesa meira

Fjör í snjónum

Það var ekki að sjá að krakkarnir í Salaskóla létu snjóbyl og válynd veður hafa áhrif á leikgleðina í útivistinni í morgun. Fótboltaleikur var í fullum gangi, snjóhús og snjókarlar byggðir og krakkarnir nutu þess greinilega að veltast um í snjónum. Það sást meira að segja í kollinn á Hafsteini skólastjóra þegar betur var að […]

Lesa meira

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi er í skólanum 4. og 5. febrúar. Skipulagsdagur er á öskudag (6. feb.) hjá kennurum og starfsfólki en þá eiga nemendur frí í skólanum. Skólastarf hefst aftur fimmtudaginn 7. febrúar skv. stundaskrá. Njótið vetrarleyfisins!

Lesa meira

100 daga hátíðin

Í dag héldu nemendur í 1. og 2. bekk upp á þann áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum.  Nemendur unnu í stöðvavinnu og voru 4 stöðvar í gangi þar sem fjölbreytt verkefni tengd tölunni 100 og tugum og einingum voru í gangi. Skoðið myndir frá hátíðinni hér.

Lesa meira

Til foreldra í Kópavogi

 
Tilkynning frá forvarnarfulltrúa Kópavogs: Næstkomandi 2. febrúar stendur Techno.is fyrir tónleikum á vínveitingastaðnum Broadway. Tvennir tónleikar fara þar fram aðrir fyrir 16 - 20 ára sem fara fram fyrr um kvöldið og síðar um kvöldið fara fram tónleikar fyrir 20 ára og eldri.

 

Lesa meira