Allir flottir á fjölgreindaleikum

Myndir frá báðum dögum fjölgreindaleika inni á myndasafni skólans

Þegar fréttasnápur salaskola.is fór á stúfana í morgun var margt sem bar fyrir augu á seinni degi fjölgreindaleika Salaskóla. Furðuverur voru alls staðar á sveimi innan um krakkana eins og fyrr. Áhuginn var engu minni en daginn áður og liðin með liðsstjórana í fararbroddi virtust taka mjög vel á því og standa sig með miklum sóma.

Lesa meira

Þegar allir leggjast á eitt

Þegar margir leggja eitthvað að mörkum verður auðveldara að leysa verkefnin. Við erum líka öll gædd mismunandi hæfileikum sem geta nýst vel þegar leysa þarf þrautir af ýmsu tagi. Sumir eru mjög góðir að sippa, aðrir eru góðir í skák og svo eru margir snillingar í höndunum.

 kubbar.jpg 





















Myndir frá fyrsta degi fjölgreindaleika:
Íþróttahús       Skólahúsið           Furðuverur

 

Lesa meira

Fjölgreindaleikar fara vel af stað

ljosmyndaraut.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á fjölgreindaleikum er krökkum úr öllum bekkjum skipt upp í 40 tíu manna lið þar sem sá elsti er liðsstjórinn og sér til þess að liðsmenn séu að sinna sínum verkum. Krakkarnir fara á milli stöðva og leysa alls kyns þrautir sem reyna á mismunandi hæfni þeirra. Á hverri stöð er starfsfólk skólans sem heldur utan um stigafjölda liðsins. Liðið hefur 8 mínútur til þess að leysa hverja þraut.

Lesa meira

Fjölgreindaleikar og furðuverur

furduverur.jpg


Hvað er um að vera? Það voru margir vegfarendur sem spurðu sig þessarar spurningar í morgunsárið þegar sást á eftir hverjum furðufuglinum fara inn í Salaskóla. Þegar fréttafíkill salaskola.is fór á stúfana kom í ljós að Fjölgreindaleikar SALASKÓLA voru að hefjast.

Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 29. september

Vekjum athygli á því að n.k. mánudag, 29. september er skipulagsdagur í Salaskóla. Þann dag vinna kennarar og starfsmenn að því að leggja mat á það sem gert hefur verið frá skólabyrjun og skipuleggja starfið framundan.  Nemendur eru í fríi en dægradvölin er opin. Þeir foreldrar sem ætla að notfæra sér dægradvölina fyrir börnin sín eru […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar á fimmtudag og föstudag

Á fimmtudag og föstudag 25. og 26. september verða fjölgreindaleikar Salaskóla.

Lesa meira

Grænlenskir nemendur í Salaskóla

Þessa dagana taka grænlenskir nemendur þátt í skólastarfi með 6. bekkingum í Salaskóla. Um er að ræða 13 nemendur frá Grænlandi sem dvelja á Íslandi um tíma til þess að læra og æfa sund í sundlauginni í Versölum. En það mun vera samstarfsverkefni Íslands og Grænlands um sundkennslu. Grænlensku nemendurnir fara í sund a.m.k. […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikum frestað um viku

Af óviðráðanlegum orsökum er fjölgreindaleikunum frestað um eina viku. Þeir áttu að vera fimmtudaginn 18. september og föstudaginn 19. september en verða þess í stað 25. og 26. september.

Lesa meira

Námskynning í 1. bekk

Námskynning fyrir foreldra í 1. bekk verður miðvikudaginn 10. september kl. 17:30 – 18:30. Mjög brýnt að allir foreldrar mæti.

Lesa meira

Skák í Salaskóla

skak0809.jpgNú er vetrarstarfið í skákinni að hefjast í Salakóla. Nemendur geta komið á eftirfarandi æfingar:

Byrjendur ( og þeir sem eru í dægradvöl): 1, 2 og 3. bekkur - miðvikudaga og/eða föstudaga kl 13:30 til 14:30  
Kennari: Sigurlaug Regína, skráning hjá viðkomandi umsjónarkennara eða ritara í tölvupósti
asdissig@kopavogur.is

Lesa meira

Námskynningar fyrir foreldra

Námskynningar verða í skólanum á næstu dögum og vonumst við eftir góðri mætingu foreldra á þær. Kynningarnar eru kl. 17:30 til 18:30 og verða sem hér segir: mið. 3. september  6. og 7. bekkur fim.  4. september  2. bekkur mán. 8. september  5. bekkur mán. 8. september  8. 9. og 10. bekkur – mætt […]

Lesa meira

Útikennsla

Lóurnar voru úti í góða veðrinu á dögunum með kennaranum sínum. Það er gott að vera í útikennslu þegar sólin skín og hlýtt er í veðri.

Lesa meira