Skák í Salaskóla

  Skák hefur verið iðkuð af kappi í Salaskóla um árabil. Strax á fyrsta starfsári skólans, árið 2001, var skákborðum komið fyrir víðsvegar um skólann, bæði í kennslustofum og á göngum og nemendur hvattir til að tefla í skólanum. Einn af kennurum skólans, Margrét Sveinsdóttir, sýndi skákinni sérstakan áhuga, hvatti nemendur til að tefla […]

Lesa meira

8. bekkingar fóru í Alviðru

Nemendur í himbrimum og lómum gerðu sér ferð í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetur Landverndar, ásamt kennurum sínum á dögunum. Þar er tekið á móti nemendum í náttúrufræðiskoðun. Krakkarnir fóru m.a. í fuglaskoðun, könnuðu Þrastaskóg og tóku sýni sem voru skoðuð í smásjá. Myndirnar tala sínu máli.

Lesa meira

Vorskóli í Salaskóla fyrir börn fædd 2002

Ágætu foreldrar tilvonandi 1. bekkinga!

Ykkur er boðið að koma með barnið ykkar í vorskóla fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn 9. maí. Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30. Börnin þurfa ekkert að hafa með sér. Fyrri daginn verður fræðslufundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti. Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga verða að láta okkur vita. Ef barn hefur ekki verið innritað þarf að hafa samband við skólann strax.

Lesa meira

Frí á morgun – uppstigningardag /1. maí

Eins og fram kemur á skóladagatali er frí í skólanum á morgun, uppstigningardag, sem einnig ber upp á frídag verkalýðsins 1. maí.

Lesa meira

Öflugir skákmenn í Salaskóla

Vel gekk í skákinni hjá ferðalöngum á Bolungarvík. Patrekur Maron Magnússon vann alla sína andstæðinga í 11 skákum og stóð uppi sem sigurvegari í mótinu og er Íslandsmeistari í skólaskák. Jóhanna Björg hafnaði í 5. sæti í sama flokki en í yngri fllokknum tók Guðmundur Kristinn fjórða sætið og  Birkir Karl það áttunda. Þetta eru […]

Lesa meira

Keppst við í skákinni

Fjórir nemendur úr Salaskóla unnu sér inn rétt til að tefla á landsmóti í skólaskák sem fram fer dagana 24.- 27. apríl á Bolungarvík. Það eru þeir Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee í yngri flokki en í þeim eldri eru þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon. Það fréttist rétt í […]

Lesa meira

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn.

Lesa meira

Innritun fyrir næsta skólaár

Þeir sem eru að flytja í hverfið og ætla að setja börn sín í Salaskóla eru beðnir að tilkynna okkur það sem fyrst. Einnig þurfum við að vita ef börn flytjast úr Salaskóla í annan skóla. Tilkynnið breytingar til skrifstofu Salaskóla í síma 570 4600 – netfang asdissig@kopavogur.is  

Lesa meira

Viðhorfakönnunin – meirihluti hafnar skólabúningum!

Á miðnætti á laugardag lauk viðhorfakönnuninni meðal foreldra. Könnunin fór fram á vefnum og alls svöruðu henni 391 foreldri. Gera má ráð fyrir að það séu foreldrar um 70% barna í Salaskóla. Við munum vinna úr könnuninni eins hratt og við getum og kynna niðurstöður fyrir foreldrum. Meðan á heildarvinnslu stendur má búast við […]

Lesa meira

Grænn og vænn dagur

grnn_dagur_024.jpgÞegar litið var yfir skólann í dag var eins græn slikja lægi yfir honum enda svokallaður grænn dagur. Nemendur og starfsfólk minntu á það með grænum lit í fötum sínum eða skarti. Dagurinn gekk mjög vel, allir bekkir fóru út á skólalóðina og týndu rusl í poka. Ætti skólalóð og næsta umhverfi að vera mun snyrtilegra núna. Gaman er að geta þess að samvinnuskólar okkar í Comeniusarverkefninu  voru að vinna að sama verkefni í  sínum heimalöndum. Við fengum góðar kveðjur frá vinum okkar í Finnlandi.

Lesa meira

Grænn dagur á morgun – 17. apríl

Á morgun, fimmtudaginn 17.apríl, er svokallaður Græni dagurinn hér í Salaskóla. Þá ætlum við að huga að nánasta umhverfi okkar og skoða hvað við getum gert til að fegra umhverfi skólans og næsta nágrenni. Það er mælst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í einhverju grænu í skólann þennan dag. Það geta verið föt, húfur, […]

Lesa meira

Kynningarfundur vegna næsta skólaárs

Miðvikudaginn 16. apríl kl. 17:30 – 18:30 verður kynningarfundur fyrir foreldra í Salaskóla vegna næsta skólaárs. Farið verður yfir fyrirhugaðar breytingar á kennsluháttum jafnframt því sem skóladagatal verður kynnt.

Lesa meira