Skólaslit í Salaskóla

Skólaslit vorið 2008 verða sem hér segir: Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 4. júní. 8. – 9. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 13:00 á sal skólans 1. – 7. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 14:00 á sal skólans Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.

Lesa meira

Mat á skólastarfi

Á vefinn eru komnar niðurstöður úr könnunum sem lagðar voru fyrir foreldra um viðhorf þeirra til skólastarfs í Salaskóla. Smellið hér til að skoða nánar.

Lesa meira

Val í 9. og 10. bekk skólaárið 2008-2009

Nemendur í 8. og 9. bekk eiga velja valgreinar fyrir næsta skólaár. Mikilvægt að allir velji og geri það í síðasta lagi föstudaginn 30. maí. Smelltu hér til að velja

Lesa meira

Margir komu á opið hús

Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni 

opi_hs_27._ma_08_039.jpgGaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.

Lesa meira

Opið hús í Salaskóla í dag

Frá kl. 8:00 – 11:00 í dag er margt um að vera í Salaskóla. Opið hús fyrir foreldra. Kl. 845 er samsöngur yngri barna á sal skólans. M.a. júróvisionlagið Kl. 9:00 hraðskák – bæjarstjórinn gegn Guðmundi Kristni Lee í nýja bókasafninu Kl. 915 syngur kórinn í salnum Kl. 935 fær skólinn afhentan Grænfánann í […]

Lesa meira

Kríur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í kríum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]

Lesa meira

Teistur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í teistum. Nemendur í 3. – 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var  einstaklingsverkefni og gekk út á að velja sér ákveðið viðfangsefni t.d. um gæludýr, áhugamál eða íþróttagrein.  Nemandinn safnaði myndum tengt viðfangsefninu sem hann valdi sér.   Hann lærði að vista þær í eigin möppu í tölvunni og vinna […]

Lesa meira

Mávar

Hér eru myndasögusýningar nemenda í mávum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]

Lesa meira

Ritur

Hér eru myndasögusýningar nemenda í ritum vorið 2009 Nemendur í 4. bekk sóttu námskeið í myndasögugerð í apríl og maí. Myndasögugerðin var einstaklingsverkefni og gekk út á að "ferðast" á Google Earth sem er á netinu og taka myndir á meðan á ferðalaginu stóð. Nemandinn lærði á ýmsa möguleika í Google Earth, að afrita myndir inni í […]

Lesa meira

Prófin í unglingadeild

Prófin í unglingadeildinni byrja kl. 8:30

Lesa meira

Foreldrum boðið í Salaskóla 27. maí

Þriðjudaginn 27. maí bjóðum við foreldrum nemenda í 1. - 7. bekk í skólann frá kl. 8:10 - 10:00. Ýmislegt verður um að vera í kennslustofum, á göngum, í salnum og á skólalóðinni. Munir sem nemendur hafa búið til verða til sýnis, skólakórinn syngur, krakkar spila á hljóðfæri, lesa upp ljóð, sýna leikrit, syngja og svo framvegis. Hægt er að kaupa sér kaffi og vöfflu til að gæða sér á. Þá er hægt að fylgjast með kennslu í bekkjum og í smiðjum í verklegum greinum. Nánar um dagskrá ef þú smellir á "Lesa meira"

Lesa meira

Sumarlestur fyrir krakka í Salaskóla

sumarlestur.jpgBorist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst - eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum.

Tilgangur  námskeiðsins sumarlestur er að nemendur geti haldið áfram að þjálfa lesttrarfærni sína í sumar.  Öll börn geta fengið lánþegakort sem eru þeim að kostnaðarlausu. Aðeins þarf samþykki foreldris eða forráðamanns. Bæði Lindasafnið og Aðalsafnið bjóða upp á sumarlestur.

 

Lesa meira